Sjóðandi heitur Willum Þór tryggði sigurinn Willum Þór Willumsson tryggði Go Ahead Eagles sigur í hollensku deildinni þegar hann skoraði eina mark liðsins í sigri á Waalwijk. Fótbolti 11. nóvember 2023 21:00
„Þeir hefðu getað náð jöfnunarmarki“ Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var vitaskuld nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur Manchester United á Luton Town á Old Trafford í dag. Hann sagði mikilvægt að hans menn sneru heilir heim úr landsleikjatörninni Enski boltinn 11. nóvember 2023 20:30
Solanke hetjan þegar Bournemouth lagði fyrrum þjálfarann Dominic Solanke var hetja Bournemouth en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Newcastle í kvöld. Bournemouth lyftir sér úr fallsæti með sigrinum. Enski boltinn 11. nóvember 2023 19:30
Bras hjá Íslendingum í Evrópu Fjórir Íslendingar komu við sögu hjá liðum sínum í belgísku og grísku deildunum í knattspyrnu í dag. Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason þurftu að sætta sig við tap með Eupen. Fótbolti 11. nóvember 2023 19:16
Miðverðirnir tryggðu Juve sigurinn Juventus er komið í efsta sæti Serie A um stundarsakir að minnsta kosti eftir sigur á Cagliari í dag. Fótbolti 11. nóvember 2023 18:50
Þrenna Mbappe lyfti PSG í toppsætið Kylian Mbappe var maðurinn á bakvið sigur PSG gegn Reims í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 11. nóvember 2023 18:02
Jón Daði kom af bekknum og lagði upp Jón Daði Böðvarsson átti góða innkomu hjá Bolton Wanderers í dag en hann lagði upp sigurmark liðsins í leik gegn Blackpool. Enski boltinn 11. nóvember 2023 17:16
Unnu leikinn en misstu tvo leikmenn í meiðsli Manchester United kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Luton að velli 1-0 í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Victor Lindelöf skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik. Enski boltinn 11. nóvember 2023 17:00
Jóhann Berg í tapliði þegar Arsenal jafnaði City að stigum Lið Arsenal komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 3-1 sigri á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley í dag. Enski boltinn 11. nóvember 2023 16:58
Caicedo sagði eitt símtal hafa sannfært hann um að hafna Liverpool Moises Caicedo varð dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann gekk til liðs við Chelsea í sumar fyrir £115 milljónir, honum bauðst að ganga til liðs við Liverpool skömmu áður eftir að Brighton samþykki £110 milljóna tilboð í leikmanninn en Enzo Fernandes hringdi í Caicedo og sannfærði hann um að hafna því. Enski boltinn 11. nóvember 2023 16:25
Ingibjörg Noregsmeistari með Vålerenga í annað sinn Ingibjörg Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í Vålerenga urðu norskir deildarmeistarar þegar Selmu Sól og félögum í Rosenborg mistókst að sigra LSK í næstsíðustu umferð deildarinnar. Fótbolti 11. nóvember 2023 15:16
Guðrún skoraði tvívegis í tíu marka sigri Sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna er lokið og Hammarby stendur uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi lokaumferð. Þær voru jafnar Hacken að stigum en vinna mótið á markatölu. Fótbolti 11. nóvember 2023 15:04
Marki yfir allan leikinn en misstu forystuna í uppbótartíma Laskaðir lærisveinar Ange Postecoglou hjá Tottenham fengu tvö mörk á sig í uppbótartíma eftir að hafa verið marki yfir í nítíu mínútur, lokatölur urðu 2-1 sigur Wolves og Tottenham mistókst að endurheima toppsæti deildarinnar. Enski boltinn 11. nóvember 2023 14:39
Standandi lófaklapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. Fótbolti 11. nóvember 2023 13:01
Vilja að leikurinn fari fram á hlutlausum velli Lyon hefur harðlega mótmælt og mun áfrýja ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að leyfa Marseille að njóta stuðnings aðdénda sinna þegar liðin mætast í frestuðum leik á Velodrome leikvanginum þann 6. desember. Fótbolti 11. nóvember 2023 11:00
Á toppnum og með mun fleiri mörk en bæði Real Madrid og Barcelona Stærsta fótboltaævintýrið á Spáni þessa dagana er án efa það sem er í fullum gangi hjá Katalóníufélaginu Girona. Fótbolti 11. nóvember 2023 10:01
Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi. Fótbolti 10. nóvember 2023 23:05
Karólína Lea lagði upp í jafntefli Bayer Leverkusen gerði 2-2 jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Leverkusen. Fótbolti 10. nóvember 2023 19:46
Önnur breyting á landsliðshóp Íslands: Mikael inn fyrir Mikael Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia í Serie B á Ítalíu, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal þar sem Mikael Neville Anderson hefur þurft að draga sig úr hópnum. Fótbolti 10. nóvember 2023 19:00
Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Fótbolti 10. nóvember 2023 17:46
Maddison ekki með Tottenham fyrr en á nýju ári Meiðsli James Maddison frá því á mánudagskvöldið eru það alvarleg að hann missir ekki aðeins af landsleikjum Englendinga heldur verður hann ekkert með Tottenham fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Enski boltinn 10. nóvember 2023 16:01
Gylfi dregur sig út úr landsliðshópnum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli í dag þegar það kom í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki tekið þátt í verkefni liðsins í þessum mánuði. Fótbolti 10. nóvember 2023 15:49
Hákon tilnefndur sem markvörður ársins Hákon Rafn Valdimarsson er tilnefndur sem besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann leikur með Elfsborg sem getur orðið sænskur meistari um helgina. Fótbolti 10. nóvember 2023 14:30
Leikmaður FCK kallaði Garnacho trúð Leikmaður FC Kaupmannahafnar kallaði Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, trúð eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 10. nóvember 2023 13:30
Cloé Eyja með flottasta markið og það á móti Man. United Kanadísk-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse skoraði fallegasta markið í ensku úrvalsdeildinni í októbermánuði en Barclays kvennadeildin valdi mark framherjans það flottasta. Enski boltinn 10. nóvember 2023 13:01
Fann skilaboð frá eiginmanni sínum sem lést fyrir fjórum árum Ekkja Josés Antonio Reyes hefur fundið skilaboð frá honum. Fjögur ár eru síðan spænski fótboltamaðurinn lést. Fótbolti 10. nóvember 2023 12:01
Slökktu öll ljós á vellinum eftir að erkifjendurnir tryggðu sér titilinn Það er draumur margra félaga að tryggja sér meistaratitil á heimavelli erkifjendanna. Dæmi í Perú sýnir þó að ef slíkt gerist þá er von á öllu. Fótbolti 10. nóvember 2023 11:30
Hægt að hjálpa Jasoni Daða að verða leikmaður vikunnar Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö fyrstu mörk Breiðabliks í sögu riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvellinum í gær. Mörkin dugðu Blikum ekki til sigurs en gæti tryggt honum útnefninguna leikmaður vikunnar. Fótbolti 10. nóvember 2023 11:01
„United hefur ekki efni á að reka Ten Hag“ Manchester United ætti ekki að reka knattspyrnustjórann Erik ten Hag þrátt fyrir erfitt gengi á tímabilinu. Þetta segir Paul Scholes, einn sigursælasti leikmaður í sögu félagsins. Enski boltinn 10. nóvember 2023 09:30
Þurfti mikinn umhugsunarfrest en nú á þjálfunin huginn allan „Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki. Íslenski boltinn 10. nóvember 2023 09:02