Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Kveður skjáinn eftir ára­langt starf

Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins hefur verið sérfræðingur í þætti BBC um enska boltann síðan árið 2002. Hann kveður hins vegar skjáinn í vor að tímabili loknu.

Enski boltinn
Fréttamynd

For­ráða­menn Luton biðja um fjölmiðlafrið

Mikið hefur verið rætt um atvikið sem kom upp í leik Luton Town og Bournemouth í gær þar sem fyrirliði Luton, Tom Lockyer, hneig niður eftir hjartastopp. Forráðamenn Luton hafa nú gefið út yfirlýsingu um málið. 

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan aftur á sigurbraut

AC Milan heldur pressunni á liðin fyrir ofan sig í Seríu A en liðið lagði Monza nokkuð auðveldlega, 3-0, í hádegisleiknum á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sóknar­leikur Barcelona í molum

Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

„Veit ekki hvaðan skapið kemur“

Margt hefur verið sagt og ritað um Kjartan Henry Finnbogason á knattspyrnuferli hans og oft ekkert rosalega jákvætt. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og var spurður út í skapofsann og keppnisskapið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við köstuðum frá okkur tveimur stigum“

Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ekki ánægður eftir að hans menn misstu niður tveggja marka forystu gegn Crystal Palace í dag. City hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle aftur á sigurbraut

Newcastle fór létt með Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag en Fulham léku megnið af leiknum einum færri eftir að framherjinn Raul Jimenez var rekinn af velli á 20. mínútu.

Fótbolti