Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ronaldo með United á morgun

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki refsað frekar vegna hegðunar sinnar í leiknum gegn Tottenham í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sch­meichel senu­þjófur í HM-lagi Dana

Danir eru byrjaðir að gíra sig upp fyrir heimsmeistaramótið í Katar enda tefla þeir fram spennandi liði á mótinu og ætla sér enn lengra en í Rússlandi fyrir fjórum árum. Nýtt HM-lag þeirra var gefið út í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hiti, högg og þreyta Haalands

Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði tryggði Bolton dramatískan sigur

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson reyndist hetja Bolton er liðið tók á móti Burton Albion í ensku C-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Jón Daði tryggði liðinu dramatískan 2-1 sigur með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín

Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

Enski boltinn