Enski boltinn

Ten Hag: Þurfum á stuðningi að halda

Dagur Lárusson skrifar
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag. Vísir/Getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, virtist kalla eftir stuðningi frá stuðningsmönnum liðsins er hann talaði við fréttamenn í gær.

Manchester United mætir Aston Villa á Old Trafford í kvöld en gengi liðsins hefur ekki verið gott síðustu vikurnar en Erik Ten Hag virtist tala beint til stuðningsmanna fyrir leikinn.

„Stuðningsmenn United eru auðvitað óánægðir með okkur eins og er og við verðum að laga gengi okkar,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„Við verðum að gera hlutina öðruvísi og við kunnum að meta allan þann stuðning sem við fáum núna,“ hélt Ten Hag áfram að segja.

„En við þurfum á allri þeirri hjálp og stuðning að halda sem við getum fengið, það gefur okkur svo mikið, sérstaklega á heimavelli. En auðvitað þurfum við liðið að sýna góða hluti inn á vellinum,“ endaði hann á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×