Toney spilar á ný með Brentford í dag: Var fundinn sekur um hundruð brota Enski framherjinn Ivan Toney, sem situr nú af sér átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins, mun snúa aftur í lið Brentford og spila æfingaleik með liðinu sem er spilaður á bak við luktar dyr. Enski boltinn 3. október 2023 15:00
Tyrkinn gæti byrjað sinn fyrsta leik gegn Galatasaray Nýr tyrkneskur markvörður Manchester United gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar það tekur á móti löndum hans í Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 3. október 2023 14:01
Grættu þjálfarann sinn eftir leikinn Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea undanfarin ár og liðið vann meðal annars tvöfalt á síðustu leiktíð. Enski boltinn 3. október 2023 12:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Innlent 3. október 2023 12:11
Sjáðu glæsimörk Stjörnunnar sem tryggðu Evrópusætið Stjarnan vann sinn níunda sigur í tíu heimaleikjum undir stjórn Jökuls Elísabetarsonar þegar liðið sigraði Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 26. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 3. október 2023 11:01
„Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur“ Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra. Íslenski boltinn 3. október 2023 10:10
Liverpool vill fá að heyra samtöl dómaranna Liverpool er hreinlega ekki tilbúið að sætta sig við útkomu helgarinnar þar sem löglegt mark var dæmt af liðinu í fyrsta tap liðsins á leiktíðinni. Enski boltinn 3. október 2023 09:31
Áhugi á Alberti á Ítalíu og á Spáni: Meistararnir lengi fylgst með stöðu mála Frammistaða íslenska fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar í upphafi yfirstandandi tímabils, með Genoa í efstu deild Ítalíu, hafa vakið upp áhuga af kröftum hans hjá nokkrum af stærstu liðum landsins, meðal annars ríkjandi Ítalíumeisturum Napoli. Þá ku einnig vera áhugi frá fótboltaliðum á Spáni. Fótbolti 3. október 2023 09:00
Viktor Bjarki yfirgefur KR og ráðinn yfirþjálfari hjá Víkingum Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið ráðinn í starf yfirþjálfara yngri flokka hjá knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur og kemur hann til félagsins frá KR þar sem að hann gegndi sömu stöðu. Íslenski boltinn 3. október 2023 08:54
„Á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur“ Þengill Orrason hafði ekki spilað eina mínútu í efstu deild þegar úrslitakeppnin hófst á dögunum. Nú nokkrum vikum síðar er þessi átján ára strákur í lykilhlutverki í að bjarga Framliðinu frá falli. Íslenski boltinn 3. október 2023 08:31
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. Innlent 3. október 2023 08:00
Zlatan gagnrýnir nálgun Ten Hag hjá Manchester United Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáir sig um stöðu síns fyrrum félags í viðtali við breska fjölmiðlamanninn Piers Morgan og ræðir þar ansi ítarlega stöðu hollenska knattspyrnustjórans Erik ten Hag. Enski boltinn 3. október 2023 08:00
Ratcliffe íhugar aðra nálgun við kaup á Manchester United Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, íhugar nú að leggja fram tilboð í kaup á minnihluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til þess að reyna losa um hnút sem virðist hafa myndast í söluferli félagsins. Enski boltinn 3. október 2023 07:32
Modrić næstur á blaði hjá Beckham og Messi David Beckham horfir áfram hýru auga til bestu leikmanna Spánar undanfarinn áratug þegar kemur að því að sækja leikmenn til Inter Miami. Næstur á blaði er Króatinn Luka Modrić ef marka má orðróma vestanhafs. Fótbolti 2. október 2023 23:31
Fyrirliðinn vonast til að Chelsea byggi ofan á sigrana tvo Chelsea vann Fulham 2-0 á útivelli í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð í öllum keppnum og vonast Conor Gallagher, fyrirliði liðsins, til að hægt sé að byggja ofan á það eftir erfiða byrjun. Enski boltinn 2. október 2023 22:15
Annar sigur Chelsea kom gegn Fulham Chelsea vann í kvöld sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Fulham heim í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur í Kotinu, Craven Cottage, 0-2 og vonast lærisveinar Mauricio Pochettino til þess að hafa snúið blaðinu við. Enski boltinn 2. október 2023 21:15
Umfjöllun: Stjarnan - Víkingur 3-1 | Stjörnumenn nældu sér í farseðil í Evrópukeppni Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi þegar liðið fékk nýkrýnda Íslands- bikarmeistara, Víking, í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabænum í 26. og næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 2. október 2023 21:04
Vilhjálmur bað HK-inga afsökunar: „Gefur okkur bara svo rosalega lítið“ Fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson bað HK-inga afsökunar á ákvörðun sem hann tók í leik liðsins gegn Fram í Bestu deildinni á dögunun. Afsökunarbeiðnin kom skömmu fyrir leik HK í gær sem Vilhjálmur dæmdi. Þjálfari HK telur hann hafa gert önnur afdrifarík mistök í þeim leik. Íslenski boltinn 2. október 2023 20:30
Sjáðu Svein Aron leggja upp og brenna af dauðafæri fyrir opnu marki Sveinn Aron Guðjohnsen kom svo sannarlega við sögu í 2-1 sigri Elfsborg á Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 2. október 2023 19:45
Andri Lucas með sigurmarkið í Óðinsvé Íslendingalið Lyngby fer frá Óðinsvé með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lyngby er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. Andri Lucas Guðjohnsne skoraði það sem reyndist sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Fótbolti 2. október 2023 19:05
Francis Lee látinn Francis Lee, fyrrverandi leikmaður Manchester City og enska landsliðsins er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 79 ára gamall. Enski boltinn 2. október 2023 18:00
Beta hættir hjá Kristianstad eftir nærri fimmtán ár í starfi Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, nær alltaf kölluð Beta, mun láta af störfum sem þjálfari sænska efstu deildarliðsins Kristianstad þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Hún hefur starfað fyrir félagið undanfarin 15 ár eða svo. Fótbolti 2. október 2023 17:23
Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. Íslenski boltinn 2. október 2023 14:01
Beckham var þunglyndur og algjörlega niðurbrotinn David Beckham og eiginkona hans Victoria hafa nú tjáð sig opinberlega um það sem gekk á bak við tjöldin eftir HM í Frakklandi 1998. Enski boltinn 2. október 2023 13:31
Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 2. október 2023 13:00
Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United á morgun Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United fyrir komandi leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu síðar á morgun. Enski boltinn 2. október 2023 11:45
Fimmtíu milljóna króna markið sem tryggði Vestra upp í Bestu deild Vestri mun leika í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í framlengdum úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á laugardaginn síðastliðinn. Íslenski boltinn 2. október 2023 11:31
Albert bætti tvö met og þar á meðal langafa síns Íslenski knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson setti tvö íslensk markamet í efstu deild ítalska fótboltans þegar hann fór á kostum með Genoa liðinu í gær. Fótbolti 2. október 2023 10:31
Gylfi Þór meiddur og ekki með í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby sem mætir OB í kvöld. Gylfi er að glíma við smávægileg meiðsli. Fótbolti 2. október 2023 10:16
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. Enski boltinn 2. október 2023 10:01