Enski boltinn

Matvælaeftirlitið gaf Old Trafford lægstu hreinlætiseinkunn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Old Trafford, leikvangur Manchester United,
Old Trafford, leikvangur Manchester United, Manchester United

Matvælaeftirlit Bretlands (FSA) hefur gefið Old Trafford, heimavelli Manchester United, lægstu mögulega hreinlætiseinkunn eftir að félagið bar hráan kjúkling á borð.

Fyrir atvikið var leikvangurinn með hæstu mögulegu einkunn, 5 af 5 mögulegum, en sú einkunnagjöf hefur nú lækkað í 1 af 5 eftir rannsókn matvælaeftirlitsins. 

Rannsóknin fór af stað vegna fjölda kvartana sem bárust eftirlitinu frá gestum sem snætt höfðu kjúkling á leikvanginum og veikst í kjölfarið. Ný einkunnagjöf krefst tafarlausra breytinga á meðhöndlun matvæla. 

Manchester United hefur tjáð sig og sagt þetta „Einangrað atvik í einu af eldhúsum okkar. Félagið greip strax til aðgerða og gekk úr skugga um að mistökin endurtækju sig ekki. Framvegis verður aukið eftirlit með matvælum á leikvanginum til að tryggja öryggi og ánægju viðskiptavina okkar og aðdáenda.“

Félagið er sagt taka málinu mjög alvarlega og mun grípa strax til aðgerða til að tryggja að slíkt atvik endurtaki sig ekki. Það gæti þó tekið félagið langan tíma að endurheimta hæstu einkunn, á meðan má reikna með því að töluverð verðlækkun verði á öllum mat á leikvanginum, með fylgjandi tekjutapi fyrir félagið. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×