Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma

Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram­kvæmdir á Laugar­dals­velli: Sex vikur frá sáningu í full­kominn völl

Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Lið Dags tapaði í vító og þarf odda­leik

Dagur Dan Þórhallsson og félagar í Orlando City þurfa að mæta Charlotte í þriðja sinn til að skera úr um sigurvegara, í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Má spila þrátt fyrir á­frýjun

Áfrýjun Ríkissaksóknara á sýknu Alberts Guðmundssonar kemur ekki í veg fyrir að hann leiki fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Nýleg breyting á viðbragðsáætlun KSÍ tekur af allan vafa um það. Hann er þó meiddur á læri og því ljóst að hann muni ekki taka þátt í næsta landsleikjaglugga.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta var bara ömur­legt í alla staði“

„Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Líkir Real Madrid við Donald Trump

Þýski varnarmaðurinn Mats Hummels setti fram athyglisverðan samanburð þegar hann var spurður út í leikrit Real Madrid manna í kringum verðlaunahátíð Ballon d'Or á mánudagskvöldið.

Fótbolti