Fótbolti

Tekinn af velli eftir að hann fékk morð­hótanir úr stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Asencio fær hér góð ráð frá Thibaut Courtois, markverði Real Madrid.
Raul Asencio fær hér góð ráð frá Thibaut Courtois, markverði Real Madrid. Getty/Diego Souto

Raul Asencio, miðvörður Real Madrid, mátti þola það í gærkvöldi að heyra morðhótanir úr áhorfendastúkunni í 1-0 sigri Real Madrid á Real Sociedad í spænsku bikarkeppninni.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, talaði um það eftir leikinn, að hann hafi ákveðið að taka hinn 22 ára gamla Asencio af velli vegna þessara óhugnanlegu kalla úr stúkunni.

„Ég held að engum líki það þegar allir leikvangurinn öskrar að þú ættir að deyja. Þetta hafði augljóslega áhrif á hann og hann var ekki glaður. Ég ákvað því að taka hann frekar af velli til að varna því að tilfinningar hans hefðu áhrif á leikinn,“ sagði Ancelotti.

Rannsókn stendur yfir vegna meintra ásakana um það að Asencio hafi deilt viðkvæmu myndbandi af barni sem var tekið upp af tveimur fyrrum leikmönnum unglingaliðs Real Madrid.

Asencio hefur fengið morðhótanir úr stúkunni í síðustu leikjum en í gær var leikurinn stöðvaður um tíma eftir að Vinicius Junior, liðsfélagi hans hjá Real, fór til dómarans og sagði honum frá köllunum úr stúkunni.

Leikurinn hélt síðan áfram. Asencio var tekinn af velli í hálfleik og Lucas Vázquez kom inn á völlinn í staðinn.

„Ég tók hann af velli af tveimur ástæðum. Þetta hafði áhrif á hann og hann var kominn með gult spjald. Ég vildi því taka hann af velli,“ útskýrði Ancelotti frekar.

Brasilíska undrabarnið Endrick skoraði eina mark leiksins en seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×