Hafa skilað inn umsókn um Bandaríkjaflug: „Mikið regluverk og þarf að plana vel“ Flugfélagið Play hefur skilað inn umsókn til bandarískra flugmálayfirvalda um heimild til farþegaflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna. Viðskipti innlent 23. ágúst 2021 13:44
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Innlent 23. ágúst 2021 12:02
Gætu boðað til verkfalls á mánudag Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. Innlent 22. ágúst 2021 22:52
Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. Innlent 22. ágúst 2021 10:45
„Ég held að þetta sé eitt fallegasta land í heimi“ Hin nítján ára gamla Zara Rutherford, sem ætlar sér að verða yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis. Innlent 19. ágúst 2021 23:31
Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf. Innlent 19. ágúst 2021 18:32
Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 19. ágúst 2021 18:32
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. Neytendur 18. ágúst 2021 18:06
„Mjög krefjandi“ að hitta á rétt framboð flugferða Icelandair hefur að undanförnu þurft að fella niður hluta af áætlun sinni í flugferðum fyrir haustið vegna áhrifa ferðatakmarkana hvers konar. Viðskipti innlent 18. ágúst 2021 14:41
Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Innlent 17. ágúst 2021 19:38
Allir þrír um borð taldir af eftir flugslys í Rússlandi Talið er að allir þrír sem voru um borð í tilraunaflugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. Atvikið náðist á myndband sem má sjá hér neðar í fréttinni. Erlent 17. ágúst 2021 18:27
Mynd sýnir þéttpakkaða herflutningavél sem flaug á brott með hátt í sjö hundruð í einu frá Afganistan Talið er að 640 Afganir hafi komist frá Afganistan á einu bretti um borð í C-17 herflutningavél bandaríska flughersins í gær. Flugmenn vélarinnar tóku þá ákvörðun að taka á loft frekar en að reyna að koma flóttamönnunum úr vélinni sem höfðu skömmu áður fyllt vélina í örvæntingarfullri tilraun til þess að komast burt frá Afganistan. Erlent 16. ágúst 2021 23:31
Wizz Air bætir við fjórtán flugleiðum til Íslands Ungverska flugfélagið Wizz Air hefur að undanförnu bætt við sig fjórtán flugleiðum til Íslands og gerir ráð fyrir fleiri ferðum hingað en áður, samkvæmt frétt Túrista.is. Viðskipti erlent 16. ágúst 2021 13:31
Bólusettir með tengsl við Ísland þurfa nú í sýnatöku eftir komu til landsins Bólusettir farþegar og þau sem hafa vottorð um fyrri sýkingu með tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin nýjum reglum. Innlent 16. ágúst 2021 09:25
Vél Icelandair snúið við til Akureyrar vegna falskrar viðvörunar Farþegavél á vegum Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Akureyrarflugvelli í dag. Innlent 15. ágúst 2021 18:11
Mælaborðið logar Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar. Skoðun 13. ágúst 2021 20:08
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Innlent 13. ágúst 2021 16:34
Hætta að skoða öll bólusetningavottorð Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum. Innlent 12. ágúst 2021 11:47
Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Erlent 12. ágúst 2021 09:00
95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. Innlent 12. ágúst 2021 07:34
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. Innlent 11. ágúst 2021 12:00
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. Viðskipti innlent 10. ágúst 2021 13:20
Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Innlent 9. ágúst 2021 20:59
Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. Viðskipti innlent 9. ágúst 2021 10:59
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. Innlent 8. ágúst 2021 13:19
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. Innlent 7. ágúst 2021 17:40
Frá frumkvöðlaráðgjöf í Ástralíu til Play Jóhann Pétur Harðarson hefur verið ráðinn lögfræðingur flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 6. ágúst 2021 11:46
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. Viðskipti innlent 6. ágúst 2021 09:52
Lentu í Keflavík með veikan farþega Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun. Innlent 6. ágúst 2021 09:48
Ívar framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Ívar S. Kristinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group. Hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið frá því í maí og hefur Ívar sömuleiðis gegn ýmsum stjórnendastöðum hjá félaginu á undanförnum árum. Viðskipti innlent 5. ágúst 2021 16:42