Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vél Har­ris snúið við vegna tækni­­­legs vanda­­máls

Flug­vél vara­for­seta Banda­ríkjanna, Kamölu Har­ris, var snúið við skömmu eftir flug­tak í dag vegna tækni­legra vanda­mála. Har­ris var á leið í sína fyrstu opin­beru em­bættis­ferð út fyrir land­steinana en vélin átti að fljúga til Gvate­mala.

Innlent
Fréttamynd

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innlit inn í nýja sýnatökugáminn á Keflavíkurflugvelli

Nýr sýnatökugámur var tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli fyrir helgi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn vonar að afkastageta aukist um helming en með auknum straumi ferðamanna sé þó spurning hvenær starfsemin sprengi utan af sér þessa nýju aðstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þreyttir flug­menn Land­helgis­gæslunnar

Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara.

Skoðun
Fréttamynd

Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússar hafna flug­á­ætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rúss­landi

Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans.

Erlent
Fréttamynd

Fengu ekki að fljúga inn í lofthelgi Frakklands

Flugvél Belavia, flugfélags frá Hvíta-Rússlandi, sem átti að lenda í Barcelona í dag var snúið aftur til Minsk. Það var gert eftir að flugumferðarstjórar í Póllandi tilkynntu flugstjóra flugvélarinnar að hann fengi ekki leyfi til að fljúga inn í lofthelgi Frakklands.

Erlent
Fréttamynd

Gaf í skyn að flugvélin hefði getað verið skotin niður

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, gaf í skyn í morgun að hann hefði getað látið skjóta niður farþegaþotu RyanAir í lofthelgi ríkisins um helgina. Áhöfn flugvélarinnar var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem tveir farþegar hennar voru handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play

„Ég skal vera fyrstur til að viður­kenna það að þetta er afar ó­heppi­legt,“ sagði Birgir Jóns­son, for­stjóri Play í sam­tali við Vísi í dag um það að Ís­lenska flug­stétta­fé­lagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjara­samninga við Play fyrir fé­lagið. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boða rúmlega hundrað manns á námskeið

Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna.

Viðskipti innlent