Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Aníta dæmd úr leik á HM

Aníta Hinriksdóttir hefur lokið keppni á HM innanhúss sem fram fer í Sopot. Aníta var dæmd úr leik í 800 metra hlaupinu í hádeginu.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Anítu vill sjá hana færast nær og nær þessum bestu

Aníta Hinriksdóttir er Heims- og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi og Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 heimsótti þessa efnilegu hlaupakonu á dögunum en hún er á leiðinni á HM innanhúss í Póllandi. Þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, vonast til að hún nái að bæta sig gegn þeim bestu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þessar tölur eru ekkert til að tala um

Hinn 23 ára Einar Daði Lárusson hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla í hásin en tók loksins þátt í sínu fyrsta fjölþrautarmóti nú um helgina – eftir átján mánaða bið. Hann varð þá hlutskarpastur í sjöþraut á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss er hann hlaut 5.494 stig og náði sinni næstbestu sjöþraut frá upphafi.

Sport
Fréttamynd

ÍR vann bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ innanhúss fór fram í Laugardalshöll í gær. Keppnin var jöfn og spennandi en ÍR varð bikarmeistari að lokum.

Sport
Fréttamynd

Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum

Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Aníta keppir í New York í dag

ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld á Millrose Games í New York sem er eitt þekktasta innanhússmót heims og fer fram í glæsilegri höll á Manhattan.

Sport
Fréttamynd

Styrmir Dan stökk enn hærra | Myndband

Hástökkvarinn stórefnilegi Styrmir Dan Steinunnarson, HSK, bætti Íslandsmet pilta fimmtán ára og yngri á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum innanhúss um helgina.

Sport
Fréttamynd

Hafdís Sigurðardóttir vann fimm gull á MÍ

Hafdís Sigurðardóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar var sigursælasti keppandi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina en þessi 26 ára spretthlaupari og stökkvari vann alls fimm einstaklingsgreinar á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Aníta með besta árangurinn á MÍ

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR var með stigahæsta afrekið á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í dag. Hún hlaut 1132 stig fyrir árangur sinn í 800 m hlaupi, en hún kom í mark á tímanum 2:02,93 sekúndur.

Sport
Fréttamynd

Íslandmetin héldu gegn atlögu Anítu og Kolbeins

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í sínum bestu greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum í dag. Þeim tókst hinsvegar ekki að bæta Íslandsmetin.

Sport
Fréttamynd

Sjáðu risastökkið hjá Hafdísi

Hafdís Sigurðardóttir nældi í þrenn gullverðlaun og stökk lengst íslenskra kvenna í langstökki á fyrri degi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum í dag.

Sport