Gagnrýni

Gagnrýni

Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Fréttamynd

Vond samtöl og svæfandi stunur

Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að brjóta upp efniviðinn með sveittum athöfnum þegar persónurnar eru svona óspennandi og kemistrían á milli þeirra er sama og steindauð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fortíðarþrá með söng í hjarta

Ljúfsár og yndislegur óður til söngleikja af gamla skólanum. Það geislar af parinu á tjaldinu þótt Gosling sé kannski ekki frábær söngvari, en myndin hittir samt beint í mark, sérstaklega á lokametrunum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Andsetni klarinettuleikarinn

Dásamlegur einleikskonsert með tilkomumikilli sjónrænni vídd og grípandi sinfónía gerðu þetta að sérlega ánægjulegum tónleikum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Fjörug og flott "aðdáendamynd“

Hér áður fyrr þurftu Star Wars-aðdáendur að bíða í áraraðir á milli mynda. Eftir að Disney eignaði sér vörumerkið var strax séð til þess að breyta því og megum við núna búast við einni mynd á ári um ókomna tíð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Langt frá endastöð

Bók sem sver sig í ætt við bestu verk höfundarins, vel skrifuð, áhugaverð og spennandi saga sem heldur lesandanum vel við efnið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Galdrar í Reykjavík

Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdraáhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur.

Gagnrýni