Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“

Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már skoraði mörkin sem skildu að

Bjark Már Elísson lék með Veszprém sem vann tveggja marka sigur á Porto í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með Nantes þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Łomża Kielce.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti

Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar

Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Hver tekur við landsliðinu?

Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir?

Handbolti
Fréttamynd

„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“

Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari.

Sport
Fréttamynd

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar sækist ekki eftir lands­liðs­þjálfara­starfinu

Gunnar Magnússon mun stýra íslenska landsliðinu ásamt Ágústi Jóhannssyni næstu fjóra landsleiki. Í mars mætir liðið Tékkum í tvígang í undankeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í byrjun næsta árs og síðan leikur liðið gegn Ísrael og Eistlandi í apríl.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir mæta Haukum

Dregið var í undanúrslit Powerade-bikars karla og kvenna í handbolta í dag en úrslitin í keppninni ráðast með bikarveislu í Laugardalshöll 15.-18. mars.

Handbolti
Fréttamynd

Jónatan leitar til Skandinavíu

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Handbolti
Fréttamynd

„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu.

Sport