Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu marka sigur Ís­lands

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann tíu marka sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart, 35-25. Ísland er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í nóvember.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV og Grótta með sigra

Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti.

Handbolti
Fréttamynd

Töpuðu með ellefu í Tékk­landi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur frá­bær í öruggum sigri Búkarest

Haukur Þrastarson var upp á sitt besta í öruggum sigri Dinamo Búkarest á Pelister í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þá þola tap á heimavelli gegn Füchse Berlín.

Handbolti
Fréttamynd

Sporting rúllaði yfir Veszprém

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting áttu ekki í vandræðum með Veszprém, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar þau mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Loks vann Valur leik

Það tók Val fjórar umferðir að vinna leik í Olís-deild karla í handbolta. Eftir þrjár umferðir án sigurs mættu KA-menn á Hlíðarenda og sáu aldrei til sólar, lokatölur 38-27.

Handbolti
Fréttamynd

Sig­valdi Björn magnaður í fyrsta sigri Kol­stad

Kolstad er komið á blað í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta og það er að mestu ótrúlegum leik Sigvalda Björns Guðjónssonar að þakka. Þá gerðu Álaborg og Magdeburg jafntefli þar sem íslenska tvíeykið fór mikið í liði gestanna.

Handbolti
Fréttamynd

Fínn leikur Ís­lendinganna í Þýska­landi dugði ekki til

Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð.

Handbolti