Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Bronsið til Álaborgar

Íslendingalið Álaborgar tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM félagsliða í handbolta sem fram hefur farið í Sádi Arabíu undanfarna daga.

Handbolti