Styrkir ónæmiskerfið Sólhattur er ein þeirra jurta sem menn hafa gripið til í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfið og þá sérstaklega á veturna þegar kvef og flensa er algengt vandamál. Indíánar Norður-Ameríku þekktu Echinacea eða sólhatt vel og notuðu hann til að lækna sár, skordýrabit og sjúkdóma. Menning 27. desember 2004 00:01
Nýtt lyf við sykursýki 1 Nýtt lyf sem gæti læknað sykursýki 1 verður prófað á sjúklingum innan tíðar. Vísindamenn við Kings College í Lundúnum og Bristol-háskóla hafa valið 72 sjúklinga sem munu reyna lyfið í vor. Vonir standa til að lyfið stöðvi eyðileggingu á frumunum sem framleiða insúlín, en insúlín er manninum nauðsynlegt til að brjóta niður sykur. Menning 27. desember 2004 00:01
Djúpsteikt Mars vinsælt Greint er frá rannsókn á matarvenjum Skota á heilsuvef Yahoo. Fylgst var með þrjú hundruð skoskum verslunum sem selja fisk og franskar en djúpsteikt Mars-súkkulaði er mjög vinsælt á þessum slóðum. Menning 27. desember 2004 00:01
Nýr vaxtarstuðull ungbarna Allir sem þekkja til ungbarnaeftirlits hér á landi kannast við vaxtarkúrfuna sem notuð er til að mæla hæð og þyngd barna. Vaxtarstuðullinn kemur frá Svíþjóð og þótt hann eigi ágætlega við íslensk börn er ekki sömu sögu að segja um börn af erlendum uppruna sem iðulega ná ekki upp í lægstu staðalfrávik. Menning 27. desember 2004 00:01
Minnistöflur í daglegu amstri "Ég er náttúrlega með stóra fjölskyldu og í fullri vinnu þannig að ég þarf á því að halda að vera hraust," segir Bryndís. "Ég fer því í leikfimi að meðaltali fjórum sinnum í viku og passa vel upp á mataræðið. Menning 20. desember 2004 00:01
Spor liggja í allar áttir "Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Menning 20. desember 2004 00:01
Sneiðum hjá spikinu Offita er vaxandi vandamál á Íslandi og víst er að margir munu bæta á sig ófáum kílóum um jólin. Guðrún Þóra Hjaltadóttir hefur nokkur ráð handa landsmönnum í þessum efnum enda er henni umhugað um fræðslu um hollustu. Menning 17. desember 2004 00:01
Díoxín skaðlegt en ekki banvænt Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum. Menning 14. desember 2004 00:01
Dagreykingamönnum fækkar mjög Innan við fimmtungur Íslendinga á aldrinum 15-89 ára reykja daglega samkvæmt niðurstöðum þriggja kannana á tóbaksnotkun hér á landi sem lýðheilsustöð hefur látið taka saman. Til samanburðar reyktu um 30% fólks á þessum aldri daglega fyrir tólf árum síðan. Í aldurshópnum 30-40 ára reykja helmingi færri nú en árið 1992. Menning 8. desember 2004 00:01
Ferskt og hollt fyrir barnið Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Menning 7. desember 2004 00:01
Gengur og hjólar á milli staða "Ég er svo heppin að eiga ekki bíl þannig að ég geng mjög mikið. Það er minn ferðamáti - að ganga og hjóla. Það er mjög praktísk leið til að komast á milli staða og alls ekki meðvituð hollustuhreyfing en ákaflega hressandi," segir Guðfríður Lilja og hlær dátt. Menning 7. desember 2004 00:01
Alnæmi eykst mest meðal kvenna Margar konur smitast af eiginmönnum sínum Menning 30. nóvember 2004 00:01
Gerir það sem er gaman Elva Björk Barkardóttir hefur nóg að gera í prófum um þessar mundir en reynir að halda sér í formi í leiðinni. </font /></b /> Menning 30. nóvember 2004 00:01
Skrifborðið og þvottavélarnar Skrifborðið og þvottavélarnar eru í uppáhaldi hjá Svanhildi Jakobsdóttur. Menning 25. nóvember 2004 00:01
25 sinnum í viku Elsku besta Ragga Ég held að ég sé í algjörlega kynóðu sambandi. Við kærastinn erum búin að vera saman í fjóra mánuði, og erum sjúk hvort í annað. Að meðaltali sofum við saman allt að 25 sinnum í viku. Jæts, mér finnst svakalegt að skrifa töluna. Samt líður mér vel og ég er bara nokkuð ánægð með allt þetta sex! Menning 24. nóvember 2004 00:01
Breytti um lífsstíl Það er aldeilis ekki komið að tómum kofunum hjá útvarpskonunni Siggu Lund á Létt 96,7 þegar hún er spurð hvernig hún haldi sér í formi. Menning 23. nóvember 2004 00:01
Brjóstamjólk og beinar tennur Börn sem ekki eru á brjósti fá frekar skakkar tennur Menning 23. nóvember 2004 00:01
Hormónar og brjóstakrabbamein Norsk rannsókn sýnir að árlega fá 300 konur brjóstakrabbamein sem rekja má til hormóna. Menning 23. nóvember 2004 00:01
Veira veldur frunsum Frunsur, sem einnig kallast áblástur, eru vágestur sem margir fá á varir og veldur talsverðum óþægindum. </font /></b /> Menning 23. nóvember 2004 00:01
Láta taka af sér bæði brjóstin Árlega láta þrjátíu til fjörutíu danskar konur fjarlægja af sér bæði brjóstin með skurðaðgerð til að fyrirbyggja að þær fái brjóstakrabbamein, samkvæmt grein í danska blaðinu Politiken. Þetta er gert eingöngu í þeim tilfellum þar sem erfðir auka líkurnar á krabbameini. Flestar konurnar velja að láta græða á sig gervibrjóst í staðinn. Menning 22. nóvember 2004 00:01
Hvíldu þig, hvíld er góð Of lítill svefn eykur líkur á offitu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Kolumbía háskólanum í Bandaríkjunum. Skoðuð voru tengsl holdarfars og svefnvenja hjá 18 þúsund einstaklingum og í ljós kom að þeir sem sváfu 4 tíma eða minna að meðaltali voru meira en 70% líklegri til að þjást af offitu en þeir sem meira sváfu. Menning 22. nóvember 2004 00:01
Guðjón Bergmann með nýja bók Guðjón hefur gefið út sína fimmtu bók sem ber nafnið Hreysti, hamingja, hugarró. Menning 19. nóvember 2004 00:01
Fjögur þúsund augu sjá betur Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku Menning 15. nóvember 2004 00:01
Lyftingar, fótbolti og dans Af nógu er að taka hjá Kristjáni Franklín Magnús leikara þegar hann er spurður um hvernig hann heldur sér í formi sökum mikillar fjölbreytni í hreyfingum hans. Menning 15. nóvember 2004 00:01
Fyllsta öryggis er gætt Jóhannes Kári Kristinsson, augnskurðlæknir á augnlæknastofunni Sjónlag, hefur verið að gera sjónlagsaðgerðir á augum síðan hann var í námi í Bandaríkjunum. Hann hefur skorið rúmlega þúsund augu síðan hann kom heim árið 2000. Menning 15. nóvember 2004 00:01
Augnaðgerðir æ vinsælli Um þrjátíu prósent manna þarf á einhverskonar sjónhjálpartækjum að halda og þeim fylgir bæði kostnaður og umstang. Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vinsælda Menning 15. nóvember 2004 00:01
Sjónarhóll á sínum stað Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, var opnaður á laugardaginn og fyrsti starfsdagurinn var í gær. Þar var strax mikið að gera, töluvert verið að panta viðtöl og fólk virðist almennt hafa áttað sig á starfseminni, að sögn Hrefnu Haraldsdóttur Menning 15. nóvember 2004 00:01
Lífsnauðsynlegt að dansa "Dans er stórgóð alhliða þjálfun. Þar er einbeiting, þol, styrkur og liðleiki allt æft á jafnan hátt. Dansinn léttir líka lundina og er rosalega skemmtileg íþrótt," segir Guðrún Inga Torfadóttir, danskennari hjá Dansstúdíói World Class í Laugum í Laugardal. Menning 8. nóvember 2004 00:01