Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. Fótbolti 29. ágúst 2021 19:44
Tveir leikmenn munu ekki spila gegn Rúmeníu Tveir leikmenn sem valdir voru í landsliðshópinn fyrir komandi landsleiki í undankeppni HM 2022 í fótbolta verða ekki með í næsta verkefni. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum. Sport 29. ágúst 2021 18:32
Reus snýr aftur og þrír nýliðar í þýska hópnum sem mætir Íslandi Þrír nýliðar eru í þýska landsliðshópnum sem mætir Liechtenstein, Armeníu og Íslandi í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Fótbolti 27. ágúst 2021 13:39
Las á netinu að við þyrftum sex stig svo það er „engin pressa“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist ekki vilja horfa á of marga leiki fram í tímann heldur einblína á leikinn við Rúmeníu á Laugardalsvelli næsta fimmtudagskvöld. Fótbolti 27. ágúst 2021 12:30
„Hélt að ég yrði bara valinn í U-21 árs landsliðið fyrst“ Mikael Egill Ellertsson segir að það hafi komið sér á óvart að vera valinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta. Hann nýtur sín vel hjá ítalska B-deildarfélaginu SPAL en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið þess á dögunum. Fótbolti 27. ágúst 2021 10:01
Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins. Fótbolti 27. ágúst 2021 08:31
Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. Fótbolti 26. ágúst 2021 18:45
Gætu selt 6.500 miða á landsleikina en útfærsla vegna hraðprófa enn óljós Til stóð að hefja miðasölu á morgun á fyrstu heimaleiki Íslands í undankeppni HM karla í fótbolta. Enn er hins vegar óljóst hve marga miða verður hægt að selja. Fótbolti 26. ágúst 2021 14:31
Erum að kíkja til framtíðar en ég hata að tapa Fjórir leikmenn í nýjasta landsliðshópi karla í fótbolta, sem leikur í undankeppni HM í næstu viku, hafa ekki náð tvítugsaldri. Í hópnum eru einnig tvöfalt eldri leikmenn á borð við Kára Árnason og Hannes Þór Halldórsson. Fótbolti 26. ágúst 2021 14:01
Enski hópurinn: Alexander-Arnold snýr aftur en ekkert pláss fyrir Greenwood Gareth Southgate hefur tilkynnt enska landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi, Andorra og Póllandi í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar. Athygli vekur að það eru fjórir hægri bakverði í hópnum en aðeins einn vinstri bakvörður. Enski boltinn 26. ágúst 2021 13:31
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. Fótbolti 26. ágúst 2021 11:31
„Ég er bara þjálfarinn þeirra og þeir eru leikmenn undir okkar stjórn“ Eiður Smári Guðjohnsen segir snúið að taka þátt í að velja og þjálfa syni sína. Hann segir þó að þegar komi að þeim hafi aðalþjálfari landsliðsins, Arnar Þór Viðarsson, úrslitavald. Fótbolti 26. ágúst 2021 11:01
Ekki alltaf sanngjörn gagnrýni „Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur. Fótbolti 26. ágúst 2021 09:31
Ísland án margra lykilmanna í komandi verkefni í undankeppni HM Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen kynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ísland varður án margra lykilmanna. Henry Birgir Gunnarsson var í Laugardalnum og ræddi við Arnar Þór eftir fundinn. Fótbolti 25. ágúst 2021 19:48
Eiður Smári um leyfið sitt: Held að ég hafi tekið á þessum málum Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi lítið tjá sig um leyfið sem hann var settur í af KSÍ fyrr í sumar. Fótbolti 25. ágúst 2021 15:27
Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:59
Arnar Þór segir Andra Lucas einn af okkar efnilegustu leikmönnum Andri Lucas Guðjohnsen er í A-landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Lucas er valinn í íslenska A-landsliðið. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:45
Lars Lagerbäck hættur með landsliðinu Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck er ekki lengur hluti af þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:41
Biðu fram á síðustu stundu en töldu Aron ekki leikhæfan „Því miður er Aron bara ekki leikhæfur,“ segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari um fjarveru Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða í komandi landsleikjum. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:28
Landsliðshópurinn klár: Andri Lucas, Patrik og Mikael Egill með en ekki Aron Einar Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í byrjun september í undankeppni HM í Katar. Fótbolti 25. ágúst 2021 13:09
Svona var blaðamannafundur KSÍ Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta. Fótbolti 25. ágúst 2021 12:32
Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september. Fótbolti 24. ágúst 2021 13:33
Liverpool gefur Salah ekki leyfi til að spila næstu landsleiki Egyptalands Egyptaland verður án stjörnuleikmanns síns Mohamed Salah er liðið mætir Angóla og Gabon í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Liverpool leyfir leikmanninum ekki að fara sökum þess að Salah þyrfti að fara í sóttkví við komuna aftur til Liverpool-borgar. Enski boltinn 24. ágúst 2021 07:30
Gunnar og Kaj Leo í landsliðshópi Færeyja Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, vængmaður Íslandsmeistara Vals, hafa verið valdir í færeyska landsliðið sem mun spila þrjá leiki í undankeppni HM 2022 í upphafi næsta mánaðar. Fótbolti 23. ágúst 2021 15:01
Með skaddað liðband og óvíst með þátttöku hans í komandi landsleikjum Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla og verður að öllum líkindum ekki með íslenska landsliðinu er það spilar þrjá leiki í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í byrjun septembermánaðar. Fótbolti 20. ágúst 2021 13:32
Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Fótbolti 20. ágúst 2021 13:01
Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Fótbolti 20. ágúst 2021 11:40
KSÍ getur ekki staðfest fyrirkomulag miðasölu á landsleikjum haustsins A-landslið karla og kvenna eiga bæði leiki á Laugardalsvelli nú í haust. Vegna samkomutakmarkana getur Knattspyrnusamband Íslands ekki enn staðfest hvernig miðasölu á leikjunum verður háttað. Fótbolti 16. ágúst 2021 14:30
Katar hoppaði upp um sextán sæti á FIFA-listanum og er komið upp fyrir Ísland Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lækkaði um eitt sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fótbolti 12. ágúst 2021 09:59
Hollendingar hóa í Van Gaal í þriðja sinn Louis van Gaal hefur verið ráðinn þjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann gerði samning við hollenska knattspyrnusambandið fram yfir HM í Katar á næsta ári. Fótbolti 4. ágúst 2021 09:22