Kallar eftir því að bankarnir noti „ofurhagnað“ til að létta undir heimilunum Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir bankana skila „ofurhagnaði“ og að þeir séu þess vegna í stöðu til að létta undir með heimilunum í landinu, sem sjá fram á verulegar vaxtahækkanir. Innlent 10. febrúar 2022 06:54
Seðlabankinn vill draga úr neyslu heimilanna Seðlabankastjóri segir hækkun meginvaxta meðal annars eiga að stuðla að því að almenningur dragi úr neyslu sinni. Komandi kjarasamningar ráði úrslitum um hversu mikið bankinn þurfi að hækka meginvexti sína til viðbótar við 0,75 prósentustiga hækkun þeirra í dag. Viðskipti innlent 9. febrúar 2022 19:21
Sjálfsmark! Í Kastljósþætti RÚV í gærkvöldi, þriðjudag, var rætt um húsnæðisverð og aukna verðbólgu. Þar sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, sem einnig er formaður bæjarráðs og varaformaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, að ástæða hækkandi íbúðaverðs væri skortur á íbúðum og lóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 9. febrúar 2022 08:30
Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. Innlent 9. febrúar 2022 07:14
Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 7. febrúar 2022 10:11
Heimili í hættu Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu. Skoðun 5. febrúar 2022 14:00
Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis greiðir fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu Ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt jafn mikla áherslu á að skapa umgjörð fyrir uppbyggingu óhagnaðardrifis húsnæðis fyrir jafn fjölbreytta hópa eins og Reykjavík. Meirihlutinn í borginni hefur leitt þær breytingar á meðan sveitarfélögin í Kraganum hafa varla lyft litla fingri í húsnæðismálum. Skoðun 5. febrúar 2022 11:01
Hvar er hinn sértæki húsnæðismarkaður fatlaðs fólks? Um 15% landsmanna búa við fötlun og enn fleiri við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Lítið fer þó fyrir sértækum úrræðum á fasteignamarkaði fyrir þann hóp. Jafnan er talað um hinn almenna markað en hinn sértæki er vandfundinn. Skoðun 5. febrúar 2022 10:00
Samfylkingin á villigötum Verðtrygging er mannanna verk, ekki náttúrleg þótt hún virðist haga sér þannig. Þegar henni var komið á hér á landi var um neyðarástand um að ræða. Það átti að tryggja sparifé landsmanna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vandinn óx, en núna erum við á öðrum stað á öðrum tíma. Skoðun 4. febrúar 2022 14:30
Krafa um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg nú í upphafi árs 2022. Húsnæðisverð hefur hækkað upp úr öllu valdi og fjöldi fólks býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað, bæði á leigu- og eignamarkaði. Hækkandi verðbólga er því eins og olía á eldinn, enda hækkar húsnæðiskostnaður bæði leigjenda og eigenda. Skoðun 3. febrúar 2022 14:01
Hafnarfjörður og húsnæðismarkaðurinn Sveitarfélögin hafa veigamiklu hlutverki að gegna í þágu húsnæðisöryggis. Þau þurfa að tryggja nægjanlegt framboð lóða undir fjölbreytt húsnæði fyrir alla. Skoðun 3. febrúar 2022 09:31
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Neytendur 2. febrúar 2022 15:02
Stjórnvöld þurfi að grípa hratt inn í ástandið Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórnvöld verði að grípa hratt inn í vegna ástandsins á húsnæðismarkaði hér á landi. Viðskipti innlent 31. janúar 2022 20:51
Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Viðskipti innlent 31. janúar 2022 19:44
Hækkandi húsnæðisverð vegi þyngst Hækkun verðbólgu er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur færist hún einnig í aukana erlendis, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Frá aldamótum hafi dregið verulega úr sveiflum hér á landi þó að verðbólga hafi verið óstöðugari á Íslandi en í okkar helstu viðskiptalöndum. Neytendur 30. janúar 2022 13:35
Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 19:41
Verðbólgan kalli á umbyltingu í húsnæðismálum Forseti Alþýðusambandsins segir mikla hækkun verðbólgu að undanförnu renna frekari stoðum undir breytta stefnu í húsnæðismálum. Byggja þurfi fyrir vinnandi fólk en ekki vertaka. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Innlent 28. janúar 2022 13:15
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. Viðskipti innlent 28. janúar 2022 09:29
Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Skoðun 27. janúar 2022 11:30
Vextir skipti gríðarlegu máli varðandi húsnæðiskostnað félagsmanna Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins um land allt eru núna að vinna í kröfugerð og öðrum undirbúningi fyrir kjaraviðræðunum að sögn framkvæmdastjórans, Flosa Eiríkssyni. Innherji 23. janúar 2022 10:01
Húsnæðisvandi verkafólks Á síðustu árum hefur íbúðaverð á Íslandi hækkað óvenju mikið og langt umfram laun. Aukinn húsnæðiskostnaður hefur því grafið undan kaupmætti sem samið var um í síðustu kjarasamningum. Á sama tíma hefur ríkið nær alveg þurrkað út vaxtabótakerfið sem áður auðveldaði láglaunafólki að eignast sitt eigið íbúðarhúsnæði. Skoðun 22. janúar 2022 15:01
Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Viðskipti innlent 22. janúar 2022 10:01
Húsnæðismálin munu skipta sköpum inn í kjaraviðræðurnar að sögn forseta ASÍ Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir vinnu standa yfir að kanna hug og stöðu félaga sinna til komandi kjaraviðræðna. Innherji 17. janúar 2022 20:00
Meðalkaupverð íbúða í landinu átta milljónum hærra en fyrir ári Meðalkaupverð íbúða á landinu var 58,5 milljónir króna í nóvember síðastliðinn samanborið við 50,8 milljónir króna nóvember árið áður. Á höfuðborgarsvæðinu var meðalkaupverð 67,6 milljónir króna en þar af var það 58 milljónir króna fyrir íbúðir í fjölbýli og 98 milljónir fyrir sérbýli. Viðskipti innlent 17. janúar 2022 07:25
Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra. Innlent 13. janúar 2022 19:00
„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“ „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. Atvinnulíf 13. janúar 2022 07:00
Vanlíðan á virkum dögum en heilsan betri á sunnudagskvöldum Einkenni Covid og einkenni af völdum myglusvepps eru keimlík og eins er kulnun stundum greind í stað einkenna sem afleiðing myglusvepps á vinnustöðum. Atvinnulíf 12. janúar 2022 07:00
Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Innlent 5. janúar 2022 23:00
Uppseldur íbúðamarkaður Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% í nóvember sem þýðir að árshækkunartakturinn stendur í 17,0%. U.þ.b. 650 kaupsamningar voru undirritaðir sem er um fjórðungs samdráttur frá því í fyrra en veltan er þó enn í takt við langtímameðaltal frá árinu 2015. Skoðun 3. janúar 2022 08:32
Viljum við að 3000 manns bætist í slaginn um húsnæði? Nú hef ég búið í sk sumarhúsi í 2,5 ár. Þetta er heilsárshús að því leiti að húsið er stórt og með allt sem þarf, hita og rafmagn og góða einangrun. Betra en mörg hús sem ekki teljast sumarhús. Skoðun 1. janúar 2022 09:01