Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vill taka neit­un­ar­vald­ið af Rúss­um

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.

Erlent
Fréttamynd

„Illsku er ekki treystandi“

Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Telja eldflaugina hafa verið úkraínska

Útlit er fyrir að eldflaugin sem banaði minnst fimmtán manns og særði rúmlega þrjátíu í bænum Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu þann 6. september hafi verið skotið á loft af Úkraínumönnum sjálfum. Eldflaugin lenti á markaði í bænum en innan við tveimur tímum síðar sakaði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, Rússa um árásina.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja sig úr Barentsráðinu

Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum

Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Kim heitir Pútín fullum stuðningi

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags.

Erlent
Fréttamynd

Kim í lest á leið til Pútíns

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tökur á Kúbu vegna mansals til Rúss­lands

Yfirvöld á Kúbu segjast hafa handtekið sautján manns sem tengjast mansalshring sem er sakaður um að tæla unga Kúbverja til þess að berjast fyrir hönd Rússlands í Úkraínu. Þeir handteknu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma eða jafnvel dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

Slökkti á Starlink fyrir árás Úkraínumanna

Elon Musk, auðugasti maður heims, skipaði starfsmönnum sínum að slökkva á netþjónustu Starlink undan ströndum Krímskaga í fyrra. Það gerði hann til að stöðva leyniárás Úkraínumanna á rússneska flotann, þar sem notast var við dróna sem stýrt var með nettengingu í gegnum Starlink.

Erlent
Fréttamynd

Sextán borgarar féllu í árás Rússa

Að minnsta kosti sextán borgarar létu lífið og 31 særðist þegar eldflaug lenti á markaði í borginni Kostiantynivka í austurhluta Úkraínu í dag. Ráðamenn í Úkraínu segja Rússa hafa skotið eldflauginni en sprengingin náðist á myndband.

Erlent
Fréttamynd

Seg­ir að Kim muni gjald­a fyrir vopnasendingar

Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í gagnsóknina: Enginn endir í sjónmáli

Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Endur­nýjar ekki korn­samning nema kröfum hans verði mætt

Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Rezni­kov ekki lengur varnar­mála­ráð­herra Úkraínu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf.

Erlent