Þingforsetinn segist ekki ætla að fara fet Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 15:34 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ræðir við fréttamenn í gær. Hann er á milli steins og sleggju í flokki sem er ekki sammála um stuðning við bandalagsþjóðina Úkraínu. AP/J. Scott Applewhite Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafnaði því að segja af sér og ítrekaði vilja sinn til þess að afgreiða frumvörp um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandamenn í gær. Þrýstingur á Johnson innan eigin þingflokks eykst. Róstursamt hefur verið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá því repúblikanar náðu meirihluta þar í þingkosningunum 2022. Vegna þess hversu naumur meirihlutinn er hefur tiltölulega fámennur hópur þingmanna af ysta hægri jaðri flokksins haft tangarhald á forystu þingflokksins. Hópnum tókst meðal annars að fá Kevin McCarthy, þáverandi leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, til þess að fallast á að veita hverjum og einum þingmanni vald til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust á forseta deildinnar gegn því að hann fengi brautargengi sem forseti. Þingmenn hópsins nýttu sér síðar ákvæðið til þess að losa sig við McCarthy þegar þeim fannst hann ganga of langt í að miðla málum við demókrata. Johnson er þriðji forseti deildarinnar frá því í byrjun síðasta árs en framtíð hans virðist nú einnig hanga á bláþræði. Marjorie Taylor Greene, áhrifamikill þingmaður og bandamaður Donalds Trump, hefur þegar lagt fram tillögu um að reka Johnson úr embætti þingforseta. Nýr stuðningsmaður við vantrauststillögu Ákvörðun Johnson um að reyna að koma í gegn frumvörpum um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandalagsríki sem hann hefur látið sitja á hakanum um margra vikna skeið hefur ekki aukið vinsældir hans í ákveðnum kreðsum þingflokksins. Johnson þarf að treysta á stuðning demókrata til þess að koma málunum í gegn. Sumir repúblikanar eru sagðir ævareiðir yfir því að Johnson ætli ekki að skilyrða stuðning við erlend ríki við samþykkt herts eftirlits á landamærunum á Mexíkó. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu þverpólitískt frumvarp um það í vetur eftir að Trump lagðist gegn því. Thomas Massie, þingmaður repúblikana frá Kentucky, lýsti yfir stuðningi við tillögu Greene á fundi þingflokksins í gær og lagði til að Johnson segði sjálfur af sér frekar en til atkvæðagreiðslu í þinginu kæmi. I just told Mike Johnson in conference that I m cosponsoring the Motion to Vacate that was introduced by @RepMTG.He should pre-announce his resignation (as Boehner did), so we can pick a new Speaker without ever being without a GOP Speaker.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 16, 2024 Johnson virtist ekki af baki dottinn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir átakafundinn í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég ætla ekki að segja af mér,“ sagði Johnson og sagði tillöguna um að fella sig fráleita. House Speaker Mike Johnson pushed back against mounting Republican anger over his proposed U.S. aid package for Ukraine, Israel and other allies, rejecting a call that he step down from office. pic.twitter.com/Ssm7ey8X37— The Associated Press (@AP) April 16, 2024 Washington Post segir hins vegar að stuðningur Massie við tillögu Greene þýði að flokkssystki þeirra taki hana alvarlegar en áður. Greene þarf núna aðeins stuðnings eins repúblikana til viðbótar við að setja Johnson af ef hann vill ekki þurfa að reiða sig á stuðning demókrata til að standa af sér vantraust. Repúblikanar hafa aðeins tveggja sæta meirihluta í deildinni. „Þetta verður tekið fyrir og hann mun tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Massie. Jafnvel þótt Johnson lifði af með stuðningi demókrata yrði staða hans í eigin flokki enn veikari en áður. Óljóst er hver afdrif frumvarpanna sem Johnson er með í smíðum verða. Enn hafa engin drög verið lög fram þrátt fyrir að Johnson hafi boðað birtingu þeirra í gær. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Tengdar fréttir Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Róstursamt hefur verið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá því repúblikanar náðu meirihluta þar í þingkosningunum 2022. Vegna þess hversu naumur meirihlutinn er hefur tiltölulega fámennur hópur þingmanna af ysta hægri jaðri flokksins haft tangarhald á forystu þingflokksins. Hópnum tókst meðal annars að fá Kevin McCarthy, þáverandi leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, til þess að fallast á að veita hverjum og einum þingmanni vald til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust á forseta deildinnar gegn því að hann fengi brautargengi sem forseti. Þingmenn hópsins nýttu sér síðar ákvæðið til þess að losa sig við McCarthy þegar þeim fannst hann ganga of langt í að miðla málum við demókrata. Johnson er þriðji forseti deildarinnar frá því í byrjun síðasta árs en framtíð hans virðist nú einnig hanga á bláþræði. Marjorie Taylor Greene, áhrifamikill þingmaður og bandamaður Donalds Trump, hefur þegar lagt fram tillögu um að reka Johnson úr embætti þingforseta. Nýr stuðningsmaður við vantrauststillögu Ákvörðun Johnson um að reyna að koma í gegn frumvörpum um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandalagsríki sem hann hefur látið sitja á hakanum um margra vikna skeið hefur ekki aukið vinsældir hans í ákveðnum kreðsum þingflokksins. Johnson þarf að treysta á stuðning demókrata til þess að koma málunum í gegn. Sumir repúblikanar eru sagðir ævareiðir yfir því að Johnson ætli ekki að skilyrða stuðning við erlend ríki við samþykkt herts eftirlits á landamærunum á Mexíkó. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu þverpólitískt frumvarp um það í vetur eftir að Trump lagðist gegn því. Thomas Massie, þingmaður repúblikana frá Kentucky, lýsti yfir stuðningi við tillögu Greene á fundi þingflokksins í gær og lagði til að Johnson segði sjálfur af sér frekar en til atkvæðagreiðslu í þinginu kæmi. I just told Mike Johnson in conference that I m cosponsoring the Motion to Vacate that was introduced by @RepMTG.He should pre-announce his resignation (as Boehner did), so we can pick a new Speaker without ever being without a GOP Speaker.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 16, 2024 Johnson virtist ekki af baki dottinn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir átakafundinn í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég ætla ekki að segja af mér,“ sagði Johnson og sagði tillöguna um að fella sig fráleita. House Speaker Mike Johnson pushed back against mounting Republican anger over his proposed U.S. aid package for Ukraine, Israel and other allies, rejecting a call that he step down from office. pic.twitter.com/Ssm7ey8X37— The Associated Press (@AP) April 16, 2024 Washington Post segir hins vegar að stuðningur Massie við tillögu Greene þýði að flokkssystki þeirra taki hana alvarlegar en áður. Greene þarf núna aðeins stuðnings eins repúblikana til viðbótar við að setja Johnson af ef hann vill ekki þurfa að reiða sig á stuðning demókrata til að standa af sér vantraust. Repúblikanar hafa aðeins tveggja sæta meirihluta í deildinni. „Þetta verður tekið fyrir og hann mun tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Massie. Jafnvel þótt Johnson lifði af með stuðningi demókrata yrði staða hans í eigin flokki enn veikari en áður. Óljóst er hver afdrif frumvarpanna sem Johnson er með í smíðum verða. Enn hafa engin drög verið lög fram þrátt fyrir að Johnson hafi boðað birtingu þeirra í gær.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Tengdar fréttir Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent