Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum

Vallar­stjóri KR á Meistara­völlum, Magnús Valur Böðvars­son, fylgist náið með lang­tíma veður­spánni og vonar að mars­hretið haldi sig fjarri Vestur­bænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokka­lega bjart­sýnn á að heima­völlur KR verði leik­fær fyrir fyrsta heima­leik liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leit að miðjumanni stendur yfir

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir félagið vera að leita að miðjumanni eftir brotthvarf Birkis Heimissonar á dögunum. Það sé ekki gengið að því að finna mann í hans stað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á allt öðrum stað en hin liðin

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu

Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá verður maður bara að vera mann­legur“

Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frá­bær upp­­hitun“

Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þátta­röð Lengsta undir­búnings­tíma­bils í heimi. Þættirnir eru í um­sjón Baldurs Sigurðs­sonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bak­við tjöldin í undir­búninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fót­bolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrumuræðan sem tryggði Þor­valdi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan val­kost en aftur­hvarf til for­tíðar“

Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa.  Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 

Íslenski boltinn