Laus við veikindin og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 13:12 Gylfi Þór mun spila gegn KR í kvöld. vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira