Erlend útlán bankanna mögulega „vanmetin“ skýring á styrkingu krónunnar Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð. Innherji 22.4.2025 16:37
Aðalgeir frá Lucinity til Símans Aðalgeir Þorgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum. Viðskipti innlent 22.4.2025 12:40
Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. Innlent 21.4.2025 07:47
Netöryggisfyrirtækið Keystrike klárar hlutafjáraukningu upp á 800 milljónir Innherji 19.4.2025 12:06
Fjárfestar margfölduðu skortstöður í bréfum Alvotech í aðdraganda uppgjörs Innherji 16.4.2025 11:22
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16. apríl 2025 11:19
Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Viðskipti innlent 16. apríl 2025 08:32
Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska. Innlent 15. apríl 2025 22:22
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 11:36
Hagnaður ACRO jókst yfir fimmtíu prósent og nam nærri milljarði króna Umtalsverður tekjuvöxtur ACRO verðbréfa á liðnu ári skilaði sér í því að hagnaður félagsins tók mikið stökk og nam hátt í einum milljarði króna eftir skatt. Verðbréfafyrirtækið, sem hefur meðal annars haft umsjón með stórum fjármögnunum hér heima fyrir Alvotech síðustu misseri og ár, greiðir meginþorra þess hagnaðar út í arð til eigenda. Innherji 15. apríl 2025 10:45
Jón Guðni tekur við formennsku Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem fór fram í síðustu viku, var Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, kjörinn formaður stjórnar samtakanna. Viðskipti innlent 15. apríl 2025 09:43
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14. apríl 2025 18:44
Hækkun veiðigjalda rýrir virði skráðra sjávarútvegsfélaga um yfir 50 milljarða Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“ Innherji 14. apríl 2025 17:27
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Innlent 14. apríl 2025 13:51
Sveinn snýr aftur til starfa hjá Arctica Finance sem greinandi Sveinn Þórarinsson, sem hefur verið sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu undanfarin ár, er að snúa aftur til Arctica Finance þar sem hann mun taka til starfa sem greinandi fyrir markaðsviðskipti verðbréfafyrirtækisins. Innherji 14. apríl 2025 12:01
Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni. Skoðun 14. apríl 2025 11:01
Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. Innlent 13. apríl 2025 07:47
Hagnaður Arctica hækkaði í nærri 400 milljónir eftir kröftugan tekjuvöxt í fyrra Þóknanatekjur Arctica Finance jukust um nærri fjórðung á liðnu ári, sem einkenndist af sveiflukenndu árferði á verðbréfamörkuðum, og hafa þær aldrei verið meiri. Kröftugur tekjuvöxtur verðbréfafyrirtækisins, sem hefur meðal annars verið ráðgjafi við fjármögnun og skráningu Oculis í Kauphöllina, skilaði sér í tæplega 400 milljóna hagnaði. Innherji 12. apríl 2025 13:43
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Erlent 12. apríl 2025 08:50
Stoðir minnkuðu stöðu sína í Arion og Kviku fyrir meira en þrjá milljarða Stoðir, langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku, minnkaði nokkuð eignarhlut sinn í bönkunum undir lok síðasta mánaðar þegar fjárfestingafélagið stóð að sölu á bréfum fyrir yfir þrjá milljarða að markaðsvirði. Félagið er eftir sem áður með rúmlega fimm prósenta eignarhlut í bönkunum, en salan átti sér stað skömmu áður en hlutabréfamarkaðir féllu verulega í verði samtímis því að Bandaríkjaforseti efndi til tollastríðs við flestar þjóðir heimsins. Innherji 11. apríl 2025 20:31
Stjörnum prýdd kynning enska boltans Stöð 2 Sport kynnti væntanlega dagskrá í kringum enska boltann með pompi og prakt í gær. Fjölmennt og góðmennt var á kynningarviðburðinum. Lífið 11. apríl 2025 14:15
Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. Viðskipti innlent 11. apríl 2025 11:13
Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana. Viðskipti innlent 11. apríl 2025 09:10
Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Gullverð er í hæstu hæðum þar sem fjárfestar flykkjast í traustar fjárfestingar eftir hremmingarnar á hlutabréfamörkuðum heims sem hófust þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf tollastríð við helstu viðskiptalönd. Viðskipti erlent 11. apríl 2025 07:15
Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Icelandair hóf í dag að rukka fyrir aðra óáfenga drykki en vatn, kaffi og te á almennu farrými á Evrópuleiðum. Það er sagt liður í auka skilvirkni í rekstri félagsins. Viðskipti innlent 10. apríl 2025 16:06
Þegar búið að verðleggja inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í núverandi verð félaga Sé litið til fyrri stórra niðursveiflna á hlutabréfamörkuðum, eins og við upphaf heimsfaraldursins og þegar netbólan sprakk um aldamótin, þá hefur sagan sýnt að kaup í markaði við núverandi aðstæður geta reynst hagfelld til lengri tíma litið, segir framkvæmdastjóri Acro Verðbréfa. Hann telur ljóst að búið sé að verðleggja nú þegar inn „ansi mikil“ neikvæð áhrif í hlutabréfaverð félaga í Kauphöllinni vegna óvissu og umróts á alþjóðamörkuðum og sér þess ekki endilega merki að almenningur sé að losa um stöður umfram stærri fjárfesta. Innherji 10. apríl 2025 15:47