Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Þarf pen­ing­ana við kaupin á Mar­el til að út­­boð Ís­lands­b­ank­­a gang­­i upp

Markaðsaðstæður eru krefjandi fyrir ríkið að selja stóran hlut í Íslandsbanka fyrir áramót og til að þau áform gangi eftir þurfa innlendir fjárfestar að nýta hluta af reiðufé sem fæst við samruna JBT og Marel til kaupanna. Það er ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðir eða erlendir sjóðir kaupi stóran hlut í útboðinu, að sögn viðmælenda Innherja, sem nefna að óskynsamlegt sölufyrirkomulag kunni að leiða til þess að bréfin fáist á betra verði en ella sem skapi tækifæri fyrir fjárfesta.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti hlut­hafinn studdi Gildi og lagðist gegn kaup­réttar­kerfi Heima

Þótt stjórn Heima hafi gert verulegar breytingar á upphaflegum tillögum sínum að kaupréttaáætlun til handa lykilstjórnendum eftir að hafa mætt andstöðu frá Gildi þá lagðist stærsti hluthafi fasteignafélagsins, Brú lífeyrissjóður, gegn innleiðingu á slíkum kaupréttum en laut í lægra haldi fyrir meirihluta hluthafa. Lífeyrissjóðurinn fylkti sér jafnframt að baki Gildi í andstöðu við tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi sem var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta á hluthafafundi í liðinni viku.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mat Fest­ar hækk­að­i um átta millj­arð­a vegn­a Lyfj­u

Verðmat Festar hækkaði um tólf prósent, einkum vegna hærri rekstraráætlunar í kjölfar þess að Lyfja varð hluti af samstæðunni. Tilkoma Lyfju í samstæðu Festar hefur „vitanlega nokkur áhrif á rekstraráætlun“ samstæðunnar, bendir greinandi á. Tekjur og framlegð Festar var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi, að hans sögn.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Play tók dýfu

Gengi flugfélagsins Play lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 5,52 prósent. Gengið hefur nú lækkað um rúm 78,08 prósent það sem af er ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Akur­eyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan

Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Af­koman hjá Akta við núllið eftir sveiflu­kennt ár á mörkuðum

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið rétt fyrir ofan núllið á fyrri árshelmingi en þóknanatekjurnar jukust samt nokkuð á tímabili sem einkenndist af miklum sveiflum á eignamörkuðum innanlands. Einn af helstu flaggskipssjóðum Akta, sem hefur veðjað stórt á Alvotech, sá eignir sínar halda áfram að skreppa saman samtímis útflæði – þó minna en áður – og verulega neikvæðri ávöxtun.

Innherji
Fréttamynd

Gagn­rýnir um­bun stjórn­enda ef á­vöxtun „nær að skríða“ yfir á­hættu­lausa vexti

Stærsti hluthafi Haga var gagnrýninn á „umfang og útfærslu“ nýs kaupréttarkerfis smásölurisans og beindi þeirri spurningu til stjórnar félagsins á nýafstöðnum hluthafafundi af hverju hún teldi rétt að umbuna lykilstjórnendum með kaupréttum ef þeir næðu að skila ávöxtun sem væri vel undir ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Tillaga stjórnar Haga, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, að kaupréttarkerfi var samþykkt með nokkuð naumum meirihluta.

Innherji
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins

Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Innáskipting hjá Kviku

Sigurgeir Guðlaugsson, sem hefur verið varamaður í stjórn Kviku banka tekur sæti Guðmundar Arnar Þórðarsonar og kemur nýr inn í stjórn bankans. Guðmundur Örn tók á dögunum við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Kviku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrar­hagnaður Sýnar nam 169 milljónum

Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Stefnis minnkar um nærri fjórðung en eignir í stýringu tóku stökk

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, sá hagnað sinn dragast nokkuð saman á fyrri árshelmingi samtímis tekjutapi við áframhaldandi krefjandi aðstæður á innlendum mörkuðum. Virkar eignir í stýringu Stefnis jukust hins vegar á sama tíma verulega, einkum eftir að félagið kláraði fjármögnun á tugmilljarða framtakssjóð vegna kaupanna á leigufélaginu Heimstaden.

Innherji
Fréttamynd

Hagnaður Skaga fyrstu sex mánuði ársins 273 milljónir

Kraftmikill viðsnúningur er í tryggingastarfsemi en á sama tíma litar krefjandi markaðsumhverfi afkomu Skaga, sem er samstæða Vátryggingafélags Íslands, áður VÍS. Hagnaður samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins eftir skatta voru 273 milljónir króna sem er töluvert lægri en á sama tíma í fyrra þegar hagnaður var rúmur milljarður. Þetta kemur fram í sex mánaða uppgjöri samstæðunnar fyrir árið í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lít­il virð­is­rýrn­un hjá bönk­um er á­hyggj­u­efn­i en ekki „eitt­hvað til að gleðj­ast yfir“

Óeðlilega lítil virðisrýrnun í bankakerfinu síðastliðna tólf mánuði er „frekar áhyggjuefni en eitthvað til að gleðjast yfir“. Áhrif stýrivaxta koma síðast fram í vanskilum og því sé þessi þróun til marks um ójafnvægi og ofþenslu í hagkerfinu. „Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðastliðin þrjú ár hafi ekki verið að bíta nægjanlega fast,“ segir í hlutabréfagreiningu.

Innherji
Fréttamynd

Play fjölgar á­fanga­stöðum í Portúgal

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparkar út frum­lyfinu og mælir með hlið­stæðu Al­vot­ech við Humira

Einn af stóru innkaupaaðilunum á bandarískum lyfjamarkaði hefur ákveðið að fjarlægja framleiðenda frumlyfsins Humira, eitt mesta selda lyf þar í landi um árabil, af endurgreiðslulistum sínum og þess í stað mæla með þremur líftæknilyfjahliðstæðum, meðal annars frá Alvotech. Hlutdeild AbbVie á Humira-markaðnum hefur farið minnkandi eftir að annar innkauparisi tók sömu ákvörðun í upphafi ársins.

Innherji
Fréttamynd

Ó­lík­legt að stór­ir hlut­haf­ar sam­þykk­i yf­ir­tök­u­til­boð í Eik

Stjórnandi lífeyrissjóðs telur ólíklegt að hluthafar Eikar muni almennt samþykkja fyrirhugað yfirtökutilboð í fasteignafélagið miðað við núverandi tilboðsgengi. Mögulega takist Langasjó að eignast yfir 34 prósenta hlut og við það verði fjárfestingafélagið að samþykkja allar stærri ákvarðanir á vettvangi hluthafa Eikar til að þær fái brautargengi. Verðbréfamiðlari spyr hvers vegna hluthafar ættu að samþykkja tilboð á svipuðu gengi sem Langisjór hafi í reynd hafnað fyrir skömmu.

Innherji
Fréttamynd

Bar­átta hafnar­verka­manna á Ís­landi: Á­tök við Eim­skip

Undanfarin þrjú ár hafa hafnarverkamenn á Íslandi staðið í harðri baráttu við Eimskip, eitt af stærstu flutningafyrirtækjum landsins, og Eflingu. Baráttan hefur snúist um réttindi og kjör verkamanna, þar sem Eimskip hefur enn ekki samið við Félag hafnarverkamanna á Íslandi. Þessi átök hafa verið flókin og margþætt, þar sem ýmsir aðilar hafa komið að málum.

Skoðun
Fréttamynd

Gildis­tími til­boðsins fram­lengdur

John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu.

Viðskipti innlent