Nei eða já: Sammála um að LeBron James sé ekki lengur einn þriggja bestu NBA-sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins tóku fyrir nokkur mál í liðnum „Nei eða já“ í gærkvöld og ræddu meðal annars um það hvort að LeBron James væri enn einn af þremur bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 8. mars 2022 14:01
Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors. Körfubolti 8. mars 2022 08:00
Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Körfubolti 7. mars 2022 22:01
Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Körfubolti 7. mars 2022 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 89-80 | Stólarnir með mikilvægan sigur Tindastóll vann sinn þriðja leik í röð er liðið lagði KR með níu stiga mun í 13. umferð Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 7. mars 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Vestri 73-117 | Magnaður sigur Ísfirðinga á Akureyri Vestri vann stórsigur á föllnum Þórsurum á Akureyri í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 73-117 í leik sem var einstefna frá uppahfi til enda. Körfubolti 7. mars 2022 20:45
Lögmál leiksins: Slagsmál í leik Knicks og Suns ásamt hræinu honum Kemba Walker „Þetta var mjög sárt, eins og allur þessi vetur er búinn að vera. Eins og var gaman í vor, í alvöru talað þið trúið ekki hvað var gaman í vor,“ sagði Hörður Unnsteinsson, einn af sérfræðingunum í Lögmál leiksins og einn harðasti New York Knicks aðdáandi Íslands. Körfubolti 7. mars 2022 19:46
Kyrie skýtur á Celtics: „Eins og gömul kærasta sem er enn að bíða“ Það er sjaldnast lognmolla í kringum Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta. Viðtal hans eftir tap Nets gegn Boston Celtics í gær var áhugavert fyrir margar sakir. Körfubolti 7. mars 2022 17:30
Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 7. mars 2022 08:00
Framlengingin: Er Milka í besta fimm manna liði Keflavíkur? Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi þar sem stjórnandi þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson, og sérfræðingarnir fóru um víðan völl. Körfubolti 6. mars 2022 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 78-93 | Reynslusigur hjá Haukum í Grindavík í kvöld Haukar unnu fjórða leikinn sinn í röð er liðið heimsótti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-78. Körfubolti 6. mars 2022 22:08
Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld. Körfubolti 6. mars 2022 21:50
Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76. Körfubolti 6. mars 2022 20:47
Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Körfubolti 6. mars 2022 13:46
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. Körfubolti 6. mars 2022 11:35
Besta lið NBA-deildarinnar mætir laskað til leiks gegn meisturum Milwaukee Klukkan 20.30 mætast NBA-meistarar Milwaukee Bucks og það lið sem er með bestan árangur til þessa í deildinni, Phoenix Suns. Hér gæti verið um að ræða liðin sem munu leika til úrslita í vor en Suns mætir hins vegar laskað til leiks í kvöld. Körfubolti 6. mars 2022 11:15
Stórfenglegur LeBron setti met er Lakers vann loks leik Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić. Körfubolti 6. mars 2022 10:05
Jón Axel og félagar töpuðu naumlega Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins máttu þola naumt fimm stiga tap, 101-96, er liðið heimsótti Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 5. mars 2022 21:28
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 88-74 | Keflvíkingar að heltast úr lestinni Valsmenn unnu góðan 14 stiga heimasigur gegn Keflvíkingum er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-74. Keflvíkingar eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Þórs, en Valsmenn eru komnir í fjórða sætið sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Körfubolti 5. mars 2022 19:38
Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík. Körfubolti 5. mars 2022 19:03
Harden líður vel í treyju Philadelphia og Jazz tapaði óvænt Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Philadelphia 76ers vann Cleveland Cavaliers, Milwaukee Bucks vann Chicago Bulls og þá vann New Orleans Pelicans óvæntan sigur á Utah Jazz. Körfubolti 5. mars 2022 12:00
Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur. Körfubolti 5. mars 2022 09:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 94-88 | Stólarnir tóku mikilvæg stig á heimavelli Tindastóll fékk Stjörnuna í heimsókn í Síkið í kvöld. Leikurinn var í járnum nánast allan tímann en heimamenn sigu fram úr í lokin og unnu mikilvægan sigur. Lokatölur 94-88. Körfubolti 4. mars 2022 23:45
Baldur Þór: Við höfum trú á þessu Tindastóll vann mikilvægan heimasigur á Stjörnunni. Lokatölur 94-88 og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, segir að hann og leikmenn liðsins hafi trú á verkefninu sem framundan er. Körfubolti 4. mars 2022 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Vestri 90-74| Sigur í endurkomu Sverris Grindavík vann Vestra í endurkomu Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfara Grindavíkur. Eftir hikandi byrjun duttu heimamenn í gang í öðrum leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Grindavík vann á endanum sextán stiga sigur 90-74. Körfubolti 4. mars 2022 22:50
Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. Sport 4. mars 2022 22:20
Íslandsmeistararnir felldu nafna sína Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn unnu góðan sjö stiga sigur, 95-88, er liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Tap Akureyringa þýðir að liðið er fallið úr efstu deild. Körfubolti 4. mars 2022 21:06
Helgi: Skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður og keppnismaður er að spila leiki Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga í Subway-deild karla í körfubolta, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn ÍR í kvöld. Körfubolti 4. mars 2022 20:59
Umfjöllun: KR - ÍR 93-80 | KR-ingar unnu sannfærandi sigur gegn ÍR í Frostaskjólinu KR-ingar unnu sannfærandi sigur þegar liðið fékk ÍR í heimsókn Subway-deild karla í körfubolta í DHL-höllina í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 93-80 KR í vil. Körfubolti 4. mars 2022 20:06
Ekkert ryð í Durant og Clippers vann borgarslaginn gegn Lakers Eftir eins og hálfs mánaðar fjarveru vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur á völlinn þegar Brooklyn Nets tapaði fyrir Miami Heat, 107-113, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 4. mars 2022 08:31