Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Chicago borg á körfuboltameistara á nýjan leik

Chicago hefur ekki eignast bandaríska meistara í körfuboltanum síðan að Michael Jordan yfirgaf Chicago Bulls í lok síðustu aldar. Það breyttist í nótt. Candace Parker ólst upp sem mikill aðdáandi Jordan og Bulls liðsins og snéri aftur „heim“ og vann titilinn á sínu fyrsta tímabili með liðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukakonur keyrðu Skallagrím í kaf

Haukar tóku á móti Skallagrím í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Óhætt er að segja að yfirburður Haukakvenna hafi verið algjörir, en lokatölur urðu 93-29.

Körfubolti
Fréttamynd

Brooklyn sóttu James Harden sem tryggingu fyrir Kyrie Irving

Forráðamenn Brooklyn Nets í NBA deildinni lögðu hart að sér að sækja James Harden til liðsins. Ástæðan er sú að þeir treystu því ekki að Kyrie Irving myndi spila. Þetta segir körfuboltaskríbentinn Adrien Wojnarowski í hlaðvarpinu sínu, sem kom út um helgina.

Sport
Fréttamynd

„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“

Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 81-77  | Kaflaskiptur leikur er Valur sigraði Grindavík eftir spennandi lokakafla

Valsmenn náðu í sinn fyrsta sigur í Subway deild karla þegar þeir lögðu Grindavík að velli 81-77 í kaflaskiptum leik sem varð spennandi í lokin eftir að ekkert benti til þeirrar þróunar lengi vel í seinni hálfleik. Bæði lið eru þá komin með tvö stig í pokann góða en það voru batamerki á leik þeirra beggja úr síðustu umferð.

Körfubolti