Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Körfubolti 20. febrúar 2021 09:31
Martin flottur í Evrópusigri á risunum Martin Hermannsson átti fínan leik er Valecnia vann ellefu stiga sigur, 89-78, á Real Madrid í evrópsku körfuboltadeildinni EuroLeague í kvöld. Körfubolti 19. febrúar 2021 22:21
Stórskyttan Corey Taite fær sviðið í fyrsta sjónvarpsleik Hrunamanna Domino´s deild karla í körfubolta er í smá pásu vegna landsleikja en í kvöld fær 1. deild karla að njóta sín í staðinn. Suðurlandsslagur Selfoss og Hrunamanna í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.55 í kvöld. Körfubolti 19. febrúar 2021 16:00
NBA dagsins: Kareem og Malone fengu félagsskap í 35 þúsund stiga klúbbnum Meðlimum í 35 þúsund stiga klúbbnum í NBA-deildinni í körfubolta fjölgaði í nótt þegar LeBron James skoraði sitt 35 þúsund stig í tapi Los Angeles Lakers fyrir Brooklyn Nets, 98-109. Körfubolti 19. febrúar 2021 15:31
Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Sport 19. febrúar 2021 14:01
Sá fimmti sem setur nýtt persónulegt stigamet í þessari keppni Jón Axel Guðmundsson bættist í gær í hóp þeirra leikmanna íslenska körfuboltalandsliðsins sem hafa náð að bæta sitt persónulegt stigamet í forkeppni að undankeppni HM 2023. Körfubolti 19. febrúar 2021 13:00
Jón Axel var aðeins einu stigi frá því að ná pabba sínum Jón Axel Guðmundsson hefur aldrei skorað fleiri stig í landsleik en hann gerði í flottum sigri á Slóvakíu í gær í forkeppni að undankeppni HM 2023. Körfubolti 19. febrúar 2021 12:00
„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. Körfubolti 19. febrúar 2021 11:01
Brooklyn vann vængbrotna meistara Lakers Brooklyn Nets sigraði meistara Los Angeles Lakers, 98-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2021 07:30
Dagskráin í dag: Stórleikur að Ásvöllum, lærisveinar Wayne Rooney og Hrunamenn í heimsókn á Selfossi Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport á þessum fína febrúar föstudegi. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá í dag. Sport 19. febrúar 2021 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Slóvakía - Ísland 79-94 | Sigur sem skaut Íslandi áfram Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann í kvöld góðan sigur á Slóvakíu, 94-79. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Með sigrinum er Ísland komið í næstu umferð. Körfubolti 18. febrúar 2021 16:51
Hildur Björg og Daniela Wallen báðar með stórleik Keflavík, Valur, Haukar og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær en Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins. Körfubolti 18. febrúar 2021 16:01
Berglind og Ólöf Helga eru nýir sérfræðingar Körfuboltakvölds Tveir nýir sérfræðingar verða kynntir til leiks í Domino's Körfuboltakvöldi kvenna í dag en þá mæta tveir fyrrum leikmenn deildarinnar í þátt vikunnar. Körfubolti 18. febrúar 2021 15:01
NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 18. febrúar 2021 14:30
Með hærra framlag en restin af liðinu hennar til samans Daniela Wallen átti enn einn stórleikinn í gær þegar Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram og sóttu tvö stig í Hólminn í Domino´s deildinni. Körfubolti 18. febrúar 2021 13:00
Nat-vélin spilar sinn fimmtugasta landsleik í dag Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson er í leikmannahóp íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Slóvakíu í dag og þetta verður tímamótadagur á hans landsliðsferli. Körfubolti 18. febrúar 2021 12:31
Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Körfubolti 18. febrúar 2021 10:32
„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. Innlent 18. febrúar 2021 09:15
Hitti ekkert fyrr en allt var undir Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu silfurlið síðasta tímabils, 120-112, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 18. febrúar 2021 07:31
Dagskráin í dag: Man. United í Evrópudeildinni og átta aðrar beinar útsendingar Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Manchester United mætir til leiks í Evrópudeildinni og svo margt, margt fleira. Sport 18. febrúar 2021 06:01
Halldór: Fjarvera mín í undirbúningi leiksins kostar okkur leikinn Valur fór illa með Fjölni sem var búið að vinna þrjá leiki í röð til þessa, Valur gerði út um leikinn í seinni hálfleik og var lengi orðið ljóst að sigurinn væri Vals manna þegar tók að líða á leikinn. Körfubolti 17. febrúar 2021 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 74-57 | Vandræðalaust hjá meisturunum Dominos deild kvenna hófst á nýjan leik eftir tæplega þriggja vikna fjarveru vegna landsleikja. Fjölnir hafði unnið þrjá leiki í röð fram að leik og var spennandi að sjá hvernig liðið myndi mæta Val. Körfubolti 17. febrúar 2021 21:47
Fullt hús hjá Keflavík og góðir sigrar Hauka og Skallagríms Domino’s deild kvenna rúllaði aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. Haukar höfðu betur gegn Breiðabliki í Kópavogi, Skallagrímur rúllaði yfir KR og Keflavík er á toppnum eftir sigur í Stykkishólmi. Körfubolti 17. febrúar 2021 20:51
NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Körfubolti 17. febrúar 2021 14:30
Telja Hjálmar samningsbundinn og ætla að kæra ef þess þarf „Okkar túlkun er sú að hann sé samningsbundinn Haukum. Þetta fer bara sína leið í héraðsdómi ef að þess þarf,“ segir Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, um mál landsliðsmannsins Hjálmars Stefánssonar. Körfubolti 17. febrúar 2021 08:31
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. Körfubolti 17. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Djassinn dunar enn í Utah Bestu lið Vestur- og Austurdeildar NBA mættust í nótt þegar Utah Jazz og Philadelphia 76ers leiddu saman hesta sína. Utah sýndi styrk sinn með ellefu stiga sigri, 134-123. Körfubolti 16. febrúar 2021 14:30
Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Körfubolti 16. febrúar 2021 08:02
„Þór Þorlákshöfn er mannskapslega séð ekki með leikmenn á pari við önnur lið“ Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga Domino's Körfuboltakvöld, segir Þór Þorlákshöfn vera með verri mannskap en mörg lið í Domino's deildinni en hins vegar betra lið. Körfubolti 15. febrúar 2021 22:47
Argentínskur bakvörður til Hauka Haukar koma með tvo nýja leikmenn í Domino´s deild karla í körfubolta þegar liðið mætir aftur til leiks eftir landsleikjahlé. Körfubolti 15. febrúar 2021 15:53