Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé.

Sport
Fréttamynd

Steph Curry að snúa aftur

Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara Rún með 17 stig í óvæntu tapi

Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig er lið hennar, Leicester Riders, tapaði óvænt fyrir Durham Palatinates í efstu deild breska körfuboltans í dag. Lokatölur 77-68 Palatinates í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband

Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már með 19 stig í ótrúlegum sigri Borås

Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í ótrúlegum eins stigs sigri Borås Basketball á Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 103-102 þar sem Borås voru undir nær allan síðasta fjórðung leiksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband

Alls fóru níu leiki rfram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas lagði San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Enginn leikmaður hefur náð fleiri þreföldum tvennum það sem af er tímabili. Öll úrslit næturinnar má finna í fréttinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Katla: Andinn í liðinu miklu betri

Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni.

Körfubolti