Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Þykk þoka nefnd sem líklegur sökudólgur

Talið er líklegt að rannsókn á þyrluslysinu sem dró körfuboltastjörnuna Kobe Bryant, dóttur hans og sjö aðra til dauða muni einkum beinast að veðuraðstæðum sem voru fyrir hendi þegar slysið varð. Þoka var á svæðinu

Erlent
Fréttamynd

Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum

Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslendingar minnast Kobe

Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Dinart látinn fara eftir slæmt gengi á EM

Franska handknattleikssambandið hefur sagt upp samningi sínum við Didier Dinart. Þetta fyrrum varnartröll var þjálfari franska landsliðsins sem beið afhroð á EM í Svíþjóð og komst ekki í milliriðil.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg endurkoma Horsens undir stjórn Finns

Lærisveinar Finns Freys Stefánssonar í Horsens unnu hreint út sagt ótrúlegan 82-76 sigur á Svendborg Rabbits á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í dag. Svendborg Rabbits voru á einum tímapunkti 31 stigi yfir í leik dagsins en Horsens tókst einhvern veginn að vinna leikinn með sex stiga mun.

Körfubolti