Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Í beinni í dag: Uppgjör toppliðanna

Það er heldur rólegur miðvikudagur á rásum Stöð 2 Sport en aðeins einn leikur er í beinni dagskrá í dag. Sá leikur er þó ekki af verri endanum en Reykjavíkur stórveldin KR og Valur mætast í Dominos deild kvenna.

Sport
Fréttamynd

Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins

Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

KR, Haukar og Valur flugu inn í undanúrslitin

Alls fóru þrír leikir fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. KR lagði Keflavík með 22 stiga mun, 82-60. Valur valtaði yfir Breiðablik á Hlíðarenda, 89-59. Þá unnu Haukar öruggan sigur á Grindavík, lokatölur 81-54.

Körfubolti
Fréttamynd

Emil: Við erum að verða betri og betri

„Þetta var erfitt og ég er ekki alveg nógu sáttur með okkar leik á köflum. Við byrjuðum mjög vel og hefðum þurft að nýta stóru strákana inni í teig ennþá meira,“ sagði Emil Barja leikmaður Hauka eftir sigurinn í Grindavík í Dominos-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Í minningu Ölla

Körfuboltamannsins Örlygs Arons Sturlusonar var minnst fyrir leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino's deild karla í kvöld.

Körfubolti