Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Eva Margrét í sigur­liði

Eva Margrét Kristjánsdóttir og liðsfélagar hennar í Keilor Thunder báru sigurorð af Nunawading Spectors þegar liðin mættust í áströlsku deildinni í körfuknattleik í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama hefur ekki tíma fyrir HM

Victor Wembanyama verður ekki með Frökkum á heimsmeistaramótinu í sumar. Hann ætlar að eyða kröftum og tíma sínum að undirbúa sig sem best fyrir fyrsta tímabilið í NBA deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Valinn fyrstur í nýliðavali NBA en hitti ekki neitt

Spennan í kringum komu Victor Wembanyama í NBA deildina í körfubolta er nánast svipuð eins og þegar LeBron James mætti fyrir tuttugu árum. Þessi nítján ára Frakki þykir einstakur leikmaður, 219 sentímetra strákur með knattrak og skottækni bakvarðar.

Körfubolti
Fréttamynd

Belgar brutu blað í sögunni

Belgía varð í kvöld Evrópumeistari í körfubolta kvenna í fyrsta skipti í sögunni en belgíska liðið bar sigurorð af Spáni eftir jafnan og spennandi úrslitaleik í Ljublijana í Slóveníu. 

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA

San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjóða körfurnar vel­komnar heim

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Hótar að birta kyn­lífs­mynd­band af sér og Zion

Moriah Mills, klámstjarnan fyrrverandi sem vinnur í dag við taka upp Only Fans-myndbönd, hefur hótað að birta klámmyndband af sér og körfuboltamanninum Zion Williamson. Mills komst í fréttirnar eftir að Zion og kærasta hans tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni.

Körfubolti