Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi

Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála.

Erlent
Fréttamynd

Bæta við þriðja sótt­kvíar­hótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast

Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja Breta til að sýna biðlund

Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað.

Erlent
Fréttamynd

Hefðu viljað sjá skatta­af­slátt eftir lang­varandi at­vinnu­leysi

Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Voru búin að vera í sóttkví í talsverðan tíma

Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Flugfélögin sem boða komu sína í sumar

Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt

Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Tak­marka ferða­lög frá Ind­landi til Banda­ríkjanna

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Gjaldeyrissölu vegna faraldursins hætt

Seðlabanki Íslands ætlar að hætt reglubundinni sölu á gjaldeyri á mánudaginn en salan hófst í september vegna áhrif kórónuveirufaraldursins á innlendan gjaldeyrismarkað. Bankinn hefur selt 453 milljónir evra, jafnvirði 71,2 milljarða króna frá 14. september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands

Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi.

Erlent
Fréttamynd

Verjið afkomuna

Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna.

Skoðun
Fréttamynd

Hands­hófs­kennd­ar ból­u­setn­ing­ar skoð­að­ar nán­ar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það efni sem hafi verið kynnt ríkisstjórninni í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær hafa verið mjög áhugavert. Það hafi fjallað um hvaða aðferðafræði dugi best til að ná fram hjarðónæmi gegn Covid-19 í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Segir sam­drátt hafa verið minni en á­ætlað var

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægi banda­rískra ferða­manna

Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19.

Skoðun
Fréttamynd

150 milljónir smitast af Covid-19 á heimsvísu

Rúmlega hundrað og fimmtíu milljónir manna á heimsvísu hafa nú smitast af kórónuveirunni ef marka má samantekt AFP fréttastofunnar en sömu sögu er að segja ef litið er á teljara Johns Hopkins háskólans sem frá upphafi faraldursins hefur haldið utan um tölur um smitaða.

Erlent