Fyrstu skammtar Novavax verða afhentir Evrópusambandinu fyrir árslok Lyfjaframleiðandinn Novavax hefur tilkynnt Evrópusambandinu að fyrstu skammtar covid-19 bóluefnis framleiðandans verði afhentir sambandinu fyrir lok þessa árs. Þetta gæti orðið til þess að Evrópusambandið geri formlega samning við fyrirtækið um kaup á bóluefni, jafnvel í þessari viku. Erlent 3. maí 2021 15:00
Októberhátíðinni í München aftur slaufað Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa ákveðið að aflýsa Oktoberfest í München, Októberhátíðinni, vegna faraldurs kórónuveirunnar, annað árið í röð. Erlent 3. maí 2021 14:11
Kínverjar framleiða bóluefni fyrir Rússland Rússland hefur gert samninga við þrjá kínverska lyfjaframleiðendur um framleiðslu á bóluefninu Sputnik V en framleiðendur í Rússlandi hafa ekki í við eftirspurn eftir efninu. Samningar hafa verið gerðir við kínversk fyrirtæki um framleiðslu á 260 milljón skömmtum af bóluefninu. Erlent 3. maí 2021 13:29
Danir hætta notkun á bóluefni Janssen Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta notkun á bóluefni Johnson & Johnson, Janssen, gegn kórónuveirunni. Erlent 3. maí 2021 13:26
Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Erlent 3. maí 2021 10:57
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Innlent 3. maí 2021 10:48
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. Erlent 3. maí 2021 09:59
UNICEF frumsýnir fræðslumynd um bólusetningar Saga bólusetninga er rakin á barnvænlegan hátt og mikilvægi bólusetninga skoðuð frá ýmsum hliðum í nýrri fræðslumynd UNICEF. Heimsmarkmiðin 3. maí 2021 09:24
Um 30 prósent jarðarbúa neikvæð gagnvart bólusetningu árið 2020 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup-könnunar segjast 68 prósent jarðarbúa munu þiggja bólusetningu vegna Covid-19 ef hún býðst ókeypis en 29 prósent segjast ekki munu láta bólusetja sig. Þrjú prósent eru óákveðin. Erlent 3. maí 2021 09:08
Segir útlitið gott en minnir á að veiran þarna enn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir helgina hafa verið nokkuð góða varðandi fjölda smitaðra hér á landi. Enn eigi eftir að gera helgina betur upp, fínpússa og skoða betur þessar tölur. Innlent 3. maí 2021 08:41
Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Erlent 3. maí 2021 08:32
Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. Innlent 3. maí 2021 07:22
„Ég held að þau hljóti að hafa verið að reykja eitthvað mjög sterkt“ Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst nokkuð vel á stöðu faraldursins hér á landi þrátt fyrir að borið hafi á hópsmitum undanfarnar vikur. Hann er þó ósáttur við fyrirhugaðar breytingar á landamæratakmörkunum og vonar að ríkisstjórnin sjái villu síns vegar. Innlent 3. maí 2021 07:01
Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. Innlent 2. maí 2021 23:00
Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Innlent 2. maí 2021 20:01
Þórólfur búinn að skila Svandísi nýju minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. Innlent 2. maí 2021 18:28
„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Innlent 2. maí 2021 15:08
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. Erlent 2. maí 2021 14:40
Bólusettu túristarnir eru lentir Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 2. maí 2021 12:33
Hótel Klettur nýtt sóttkvíarhótel frá og með deginum í dag Í dag opnar Rauði krossinn nýtt sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum en hótelið er það þriðja í Reykjavík sem notað verður í þessum tilgangi og það fjórða á landinu öllu. Innlent 2. maí 2021 11:52
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. Erlent 2. maí 2021 11:14
Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Innlent 2. maí 2021 10:07
Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. Erlent 2. maí 2021 09:09
Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. Innlent 1. maí 2021 16:51
Hvetja Breta til að sýna biðlund Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað. Erlent 1. maí 2021 14:49
Hefðu viljað sjá skattaafslátt eftir langvarandi atvinnuleysi Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði. Innlent 1. maí 2021 13:00
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. Erlent 1. maí 2021 12:32
Voru búin að vera í sóttkví í talsverðan tíma Tveir greindust með kórónuveiruna í Þorlákshöfn í gær og voru báðir búnir að vera í sóttkví í talsverðan tíma, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra. Alls greindust þrír með veiruna í gær, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum frá almannavörnum. Innlent 1. maí 2021 12:16
Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Innlent 1. maí 2021 10:39
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. Innlent 1. maí 2021 10:00