Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

„Verið að rekja þetta eins og hægt er”

„Þetta getur sveiflast upp og niður en þetta sýnir okkur bara að við erum enn í þessum sporum að eltast við smit úti í samfélaginu sem greinast ekki fyrr en þau koma allt í einu upp á afmörkuðum stöðum. Það út af fyrir sig er áhyggjuefni og þess vegna þurfa allir að passa sig,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um smittölur dagsins. Sex greindust innanlands og voru allir utan sóttkvíar við greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Lið Hlínar spilaði þrátt fyrir smit

Hlín Eiríksdóttir og liðsfélagar hennar í Piteå spiluðu leik í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að smit hafi greinst í leikmannahópnum. Fjórir leikmenn liðsins til viðbótar hafa nú greinst með kórónuveiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í

Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur bólu­settur með AstraZene­ca í vikunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“

Innlent
Fréttamynd

Hópsýking í Þorlákshöfn og veikindi um borð í Þórsnesi

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust í Þorlákshöfn í gær. „„Brauðið er ekki komið úr ofn­in­um, það er enn verið að skoða þetta. Það er staðfest að ein­hverj­ir eru með smit en þetta er ekki stór hóp­ur,“ hefur Morgunblaðið eftir Elliða Vign­is­syni, bæj­ar­stjóra í Ölfusi.

Innlent
Fréttamynd

Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa

„Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um sóttvarnaaðgerðir í Víglínunni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í baráttunni gegn covid 19 veirunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Þá takast þær Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins á um ólík sjónarmið í baráttuni í þættinum.

Innlent
Fréttamynd

Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll

Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina.

Innlent
Fréttamynd

Abba-æði í Keflavík

Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa.

Innlent
Fréttamynd

Utan sóttkvíar en samt í hálfgerðri sóttkví

Sautján smit greindust innanlands í gær og eitt þeirra var sagt hafa verið utan sóttkvíar. Jóhann Björn Skúlason, sem stýrir smitrakningarteymi almannnavarna, segir þó að smitið sem skráð var utan sóttkvíar hafi í raun verið í „hálfgerðri sóttkví.“

Innlent
Fréttamynd

Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert

Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir

Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Bar Ananas endurheimtir húsnæðið og opnar á ný

Bar Ananas opnaði á ný í kvöld í sama húsnæði og endranær, eftir að hafa legið í dvala í þrjú ár. Barinn, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, verður með nýju sniði og í takt við tímann; náttúruvín og kokteilar á krana, segir rekstrarstjóri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel

Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnið frá Noregi komið til landsins

Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess.

Innlent