Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 19:21 Afléttingaráætlun stjórnvalda tekur mið af því hvernig gengur að bólusetja landsmenn. Sóttvarnalæknir mætti ásamt hátt í níu þúsund jafnöldum í bólusetningnu í dag Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira