Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Veiru­tímar og hlut­verk laga

„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum.

Skoðun
Fréttamynd

Danir taka upp Covid-vegabréf í síma

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

For­stjóri Pfizer segir lík­legt að fólk muni þurfa þriðja skammtinn

Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, segir líklegt að fólk muni þurfa viðbótarskammt (e. booster) af bóluefni við Covid-19 innan við ári eftir að það lýkur bólusetningu. Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að fólk þurfi að fara í árlega bólusetningu gegn kórónuveirunni til að viðhalda vernd.

Erlent
Fréttamynd

Steingrímur sloj og dregur sig í hlé

Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá.

Innlent
Fréttamynd

Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni

Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa.

Erlent
Fréttamynd

Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla.

Innlent
Fréttamynd

„Sjúk­dómurinn er svo marg­falt, marg­falt verri“

„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 

Innlent
Fréttamynd

Þessar af­léttingar tóku gildi á mið­nætti

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir tók gildi á miðnætti. Helstu breytingar fela í sér að almennar fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu manns og hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt á ný með takmörkunum.

Innlent
Fréttamynd

Sóttvarnir, lögmæti og meðalhóf

Héraðsdómur kvað upp úrskurð á dögunum þar sem reglugerð heilbrigðisráðherra, sem heimilaði stjórnvöldum að vista tiltekna hópa fólks í svokölluðu sóttvarnarhúsi við Þórunnartún, var metin ólögmæt. Í úrskurðinum reyndi fyrst og fremst á þá reglu, að stjórnarskrárvarin réttindi verði ekki skert nema með skýrri heimild í lögum.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Hefja leik viku síðar

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest hvenær mót sumarsins hefjast en hefja má æfingar að nýju á morgun eftir hlé vegna samkomutakmarkanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina

Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna.

Innlent