Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Innlent 11. febrúar 2022 19:01
Segir skilyrðislausa ríkisstyrki á meðal stærstu hagstjórnarmistakanna Á meðal stærstu pólitísku hagstjórnarmistaka sem gerð voru í kórónuveirufaraldrinum var að láta hjá líða að setja skilyrði um að fyrirtæki geti ekki greitt út arð ef þau þiggja lokunar- og viðspyrnustyrki. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Innlent 11. febrúar 2022 14:26
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Innlent 11. febrúar 2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Innlent 11. febrúar 2022 11:20
WHO, almannatenglar og Kardemommubærinn Að margra mati hafði WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, gert of lítið úr Covid-19 faraldrinum í byrjun. Skoðun 11. febrúar 2022 10:30
1.800 greindust innanlands í gær 1.800 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 76 á landamærum. Innlent 11. febrúar 2022 10:19
Ríkisstjórnin fundar um afléttingar Nú stendur yfir ríkisstjórnarfundur þar sem meðal annars er rætt um afléttingar á sóttvarnaaðgerðum. Fregna af fundinum er beðið með mikilli eftirvæntingu en sóttvarnalæknir skilaði nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra í gær. Innlent 11. febrúar 2022 09:55
32 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Innlent 11. febrúar 2022 09:37
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala í gær Sjúklingur með Covid-19 lést á legudeild Landspítala í gær. Um var að ræða karlmann á níræðisaldri. Innlent 11. febrúar 2022 09:28
Stefna á að fella allar sóttvarnarreglur úr gildi í lok mánaðar Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta stefna á að fella allar sóttvarnarreglur á leikjum deildarinnar úr gildi í lok þessa mánaðar. Enski boltinn 10. febrúar 2022 23:31
Bílaframleiðendur skella í lás vegna mótmæla vörubílstjóra Mótmælendur í Frelsislestinni svokölluðu í Ottawa í Kanada hafa lokað landamærastöðum milli Kanada og Bandaríkjanna og mótmælin hafa leitt til þess að bílaframleiðendur í álfunni hafa þurft að skella í lás. Erlent 10. febrúar 2022 22:46
„Ég held að við eigum að aflétta öllu utan einangrunar“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist þeirrar skoðunar að aflétta eigi öllum sóttvarnaaðgerðum utan einangrunar. Hann telur að faraldrinum ljúki hér á landi í apríl. Innlent 10. febrúar 2022 17:30
Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. Innlent 10. febrúar 2022 15:00
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. Innlent 10. febrúar 2022 13:40
Karl Bretaprins greinist með Covid-19 í annað sinn Karl Bretaprins hefur greinst með kórónuveiruna og er nú í einangrun. Þetta er í annað sinn sem Karl greinist með Covid-19, en hann greinist einnig í mars 2020 og fékk þá væg einkenni sjúkdómsins. Erlent 10. febrúar 2022 13:30
Fjórtán prósent grunnskólabarna fjarverandi vegna veikinda í síðustu viku Töluverður fjöldi grunnskóla- og leikskólanemenda voru fjarverandi vegna veikinda í skólum í Reykjavík í síðustu viku en um 12,4 prósent leikskólabarna voru fjarverandi og 14 prósent grunnskólabarna. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 10. febrúar 2022 13:24
Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. Erlent 10. febrúar 2022 12:16
Trudeau gagnrýnir mótmæli vörubílstjóra: „Þessu verður að ljúka“ Ekkert lát virðist vera á mótmælum vörubílstjóra í Kanada, hinni svokölluðu Frelsislest (e. Freedom Convoy), en undanfarnar tvær vikur hefur bólusetningarskyldu verið harðlega mótmælt til að mynda í höfuðborginni Ottawa og á landamærum Kanada og Bandaríkjanna. Erlent 10. febrúar 2022 11:17
Þórólfur og Willum sammála um að fella ekki niður einangrun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til að einangrun verði afnumin í nýju minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra segir að halda eigi í einangrun. Innlent 10. febrúar 2022 11:15
2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. Innlent 10. febrúar 2022 10:56
36 sjúklingar nú með Covid-19 á Landspítalanum 36 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Innlent 10. febrúar 2022 09:49
Andlát vegna Covid-19 Kona á tíræðisaldri lést af völdum Covid-19 á legudeild Landspítalans í gær. Innlent 10. febrúar 2022 09:42
Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu. Erlent 9. febrúar 2022 20:35
Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Innlent 9. febrúar 2022 20:33
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. Innlent 9. febrúar 2022 17:53
Minna á bakvarðasveitina vegna mikilla forfalla Þörf er á fleira heilbrigðisstarfsfólki á skrá í bakvarðasveitina svokölluðu vegna mikilla forfalla starfsfólks heilbrigðisstofnana sem er í einangrun. Innlent 9. febrúar 2022 15:40
Stefna á að aflétta öllum takmörkunum síðar í mánuðinum Mögulegt er að öllum takmörkunum vegna Covid verði aflétt síðar í þessum mánuði að sögn Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, en það er mánuði á undan áætlun. Þannig yrði meðal annars einangrun vegna Covid smits afnumin. Erlent 9. febrúar 2022 13:25
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. Innlent 9. febrúar 2022 12:17
Margrét Þórhildur drottning með Covid-19 Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna. Erlent 9. febrúar 2022 11:49
Covid-greiningum fjölgað um 100 milljónir á aðeins mánuði Í gær höfðu 400 milljónir einstaklinga greinst með Covid-19 í heiminum. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að aðeins mánuður er síðan 300 milljónir höfðu greinst. Erlent 9. febrúar 2022 10:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent