Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar. Innlent 6. ágúst 2020 16:31
Veikindi Víðis reyndust ekki vera Covid Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sótti ekki upplýsingafund almannavarna í dag vegna veikinda. Innlent 6. ágúst 2020 16:24
Fjórfalt fleiri farþegar milli mánaða en 87 prósent færri en í fyrra Þó svo að farþegaflutningar Icelandair í nýliðnum júlímánuði hafi dregist saman milli ára jukust þeir engu að síður umtalsvert milli mánaða, ef marka má mánaðarlegar flutningatölur félagsins. Viðskipti innlent 6. ágúst 2020 16:10
Orðalagið „kannski ekki alveg nógu heppilegt“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að orðalagið sem notað er í útlistun á tveggja metra reglunni í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins sé ef til vill ekki nógu heppilegt. Innlent 6. ágúst 2020 16:05
Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Innlent 6. ágúst 2020 14:21
Ítalir hóta að banna Ryanair vegna meintra brota á sóttvarnareglum Ítölsk flugmálayfirvöld, ENAC, hafa hótað að banna flugvélum Ryanair að fljúga um ítalska lofthelgi og segja írska flugfélagið þráast við að fylgja reglum sem settar voru til að takast á við faraldur kórónuveirunnar. Erlent 6. ágúst 2020 14:20
Svona var 96. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. Innlent 6. ágúst 2020 13:53
COVID-19: Afleiðingarnar alvarlegri en sjúkdómurinn fyrir börn Þótt börn séu ekki mörg meðal þeirra rúmlega 700 þúsund einstaklinga sem látist hafa af völdum COVID-19 deyja þúsundir barna vegna óbeinna afleiðinga faraldursins og milljónir barna eru í lífshættu, einkum vegna vannæringar í fátækjum ríkjum. Heimsmarkmiðin 6. ágúst 2020 13:25
Ritstjórn DV send heim eftir kórónuveirusmit Ritstjórn DV, að frátöldum einum starfsmanni, hefur verið gert að sæta sóttkví eftir að upp kom smit á ritstjórninni. Viðskipti innlent 6. ágúst 2020 12:41
Lögreglumenn sem sinntu hálendiseftirliti komnir í sóttkví Lögreglumennirnir voru við hálendiseftirlit norðan Vatnajökuls. Innlent 6. ágúst 2020 12:02
Útlit fyrir að kennsla verði að stórum hluta rafræn í vetur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, telur líklegt að fjarkennsla verði við skólann í haust miðað við aðstæður í dag. Ólíklegt sé að engin fjarkennsla verði við skólann í vetur. Innlent 6. ágúst 2020 11:53
Sóttvarnastofnun varar við neyslu handsótthreinsis Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur gefið frá sér sérstaka viðvörun um hættur þess að drekka handsótthreinsi. Erlent 6. ágúst 2020 11:36
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Innlent 6. ágúst 2020 11:30
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, tveir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og tveir í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 6. ágúst 2020 11:03
Þitt eigið flugsæta-áklæði Í kjölfar kórónufaraldurs: Mun fólk nota sín eigin áklæði í flugi, í bíó eða leikhúsum? Atvinnulíf 6. ágúst 2020 11:00
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Erlent 6. ágúst 2020 10:59
Góðar viðtökur við samstarfi Hinsegin daga og Kauphallarinnar Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir íslenskt atvinnulíf áhugasamt um þær leiðbeiningar sem gefnar verða út í haust í samstarfi Kauphallar, Hinsegin daganna og Samtakanna 78. Leiðbeiningunum er ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum og stofnunum. Atvinnulíf 6. ágúst 2020 09:00
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. Erlent 6. ágúst 2020 07:33
Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir ljóst að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Innlent 5. ágúst 2020 20:48
Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Innlent 5. ágúst 2020 15:22
Háskóli Íslands kom 10 milljóna króna sjóði á fót fyrir stúdenta í bágri fjárhagsstöðu Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta settu á fót tíu milljóna króna stuðningssjóð í byrjun sumars til að bregðast við bágri stöðu stúdenta við skólann sem búsettir eru á Stúdentagörðum og eru í miklum greiðsluvanda. Innlent 5. ágúst 2020 15:00
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Innlent 5. ágúst 2020 14:55
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. Innlent 5. ágúst 2020 13:50
Góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar Yfirlæknir segir góðs viti að smitum fjölgi ekki hraðar en það skýrist á næstu dögum hvort gripið hafi verið til aðgerða nægilega snemma til að hamla stórri bylgju. Innlent 5. ágúst 2020 13:31
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. Viðskipti innlent 5. ágúst 2020 13:15
Öðru norsku skemmtiferðaskipi bannað að hleypa farþegum frá borði Farþegum hefur verið gert að halda sig um borð í norska skemmtiferðaskipinu SeaDream 1 eftir ferðamaður sem hafði verið um borð í skipinu greindist smitaður af kórónuveirunni við komuna heim til Danmerkur. Erlent 5. ágúst 2020 12:36
Loka Aberdeen eftir mikla fjölgun smitaðra Yfirvöld í Skotlandi hafa gripið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða og ferðatakmarkana í borginni Aberdeen eftir að þeim sem smitast hafa af Covid-19 hefur fjölgað mjög mikið að undanförnu. Erlent 5. ágúst 2020 12:28
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. Innlent 5. ágúst 2020 11:30
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Erlent 5. ágúst 2020 11:18
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. Innlent 5. ágúst 2020 11:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent