Íslensk erfðagreining léttir álagið við landamæraskimun Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 14:21 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við ráðherra að skimun á landamærunum við kórónuveirunni haldi áfram. Það hafi gefið góða raun. Greiningargeta veirufræðideildar Landspítalans sé þó í hámarki, hafi raunar reglulega farið yfir þolmörk, og segir Þórólfur að Íslensk erfðagreining hafi boðist til að aðstoða við greiningu landamærasýna. Um 2.100 farþegar voru skimaðir við landamærin í gær, en veirufræðideildin ræður við um 2000 sýni á dag. Enginn reyndist með staðfest smit en beðið er niðurstaðna í tveimur tilfellum. Tæplega 115 þúsund farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní, þegar boðið var upp á skimun á landamærunum. Þar af hafa um 74 þúsund verið skimuð. Þórólfur sagðist á upplýsingafundi almannavarna í dag hafa sent minnisblað til ráðherra um hvernig hann telur best að vörnum gegn veirunni verði háttað á næstunni. Það sé hans skoðun að áfram eigi að skima við landamærin, það hafi gefið góða raun til þessa og að reynsla sé komin á ferlið. Þó sé ljóst að afkastageta veirufræðideildar sé í hámarki og sýnatökur síðustu daga verið fleiri en deildin nær að sinna með góðu móti. Því hafi Íslensk erfðagreining boðist til að taka hluta þessara sýna og létta á deildinni þar til afkastagetan eykst. Vonir standa til að hún aukist eitthvað síðar í mánuðinum en ekki að verulegu leyti fyrr en í október, nóvember. Þórólfur sagðist að sama skapi ekki gera ráð fyrir öðru en að Landspítalinn myndi þekkjast boð Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur skimað 4400 einstaklinga innanlands í þessari síðari umferð veiruskimana og hafa fimm greinst sýktir. Íslensk erfðagreining muni halda áfram að skima. Í minnisblaði sínu segist Þórólfur jafnframt leggja til að halda áfram beitingu einangrunar, sóttkvíar og annarra samfélagslegra aðgerða. Minnisblaðið er hjá ráðherra og endanleg ákvörðun liggur þar. Þá telur Þórólfur nauðsynlegt að halda áfram skimunum í kringum þau tilfelli sem hafa verið að greinast. Að lokum hvetur hann alla til að viðhafa einstaklinsbundnar sóttvarnir og tveggja metra regluna.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 6. ágúst 2020 13:53