Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Eitt nýtt smit

Eitt smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því 1804.

Innlent
Fréttamynd

Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur

Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi

Innlent
Fréttamynd

Brúðhjónum bannað að kyssast

Yfirvöld í eyríkinu Sri Lanka hafa aflétt takmörkunum sem settar voru til að berjast gegn faraldri kórónuveirunnar, á meðal afléttinga verður leyft að halda brúðkaup, þó verður kossaflens brúðhjóna bannað í athöfnum.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors

Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið.

Innlent
Fréttamynd

Yrði þjóðarskömm fyrir Englendinga

Æðsti maður í framkvæmdastjórn Leeds United hefur sent skýr skilaboð þar sem hann pressar á það að bæði enska úrvalsdeildin og enska b-deildin klári 2019-20 tímabilið í sumar.

Sport
Fréttamynd

Sauma grímur til verndar fólki á vergangi

Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen. Íslendingar leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ræða tilboð sitt en ekki Icelandair

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur ekki í hyggju að kynna „lokatilboð“ Icelandair til félagsins fyrir félagsmönnum sínum. Á fundum flugfreyja í dag mun orkan fara í að ræða tilboð flugfreyja til flugfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að velja það besta

Íslendingar standa frammi fyrir risavöxnu verkefni, það er öllum ljóst. Uppbygging ferðaþjónustu hefur á undanförnum áratug styrkt stoðir efnahags Íslands, fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættu­laus

Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu.

Innlent