Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 12:35 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira