Tíu nú látnir af völdum Covid-19 í Færeyjum Tíu hafa nú látist af völdum Covid-19 í Færeyjum frá upphafi heimsfaraldursins. Færeysk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í gær að tveir hafi látist af völdum Covid-19 á sunnudag. Erlent 16. nóvember 2021 07:42
Ísland aftur komið í hæsta áhættuflokk í Bandaríkjunum Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur sett Ísland aftur í hæsta áhættuflokk og varar Bandaríkjamenn við ferðalögum til landsins. Ísland var síðast skilgreint rautt í bókum CDC 6. október síðastliðinn. Innlent 15. nóvember 2021 22:42
Kortleggja hvernig háskólasamfélagið geti brugðist við Háskóli Íslands kannar nú hvernig bregðast megi við hertum samkomutakmörkunum þar sem það styttist nú óðum í lokapróf haustmisseris. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir skiljanlegt að staðan sem nú er uppi sé ógnvekjandi fyrir marga en verið er að finna leiðir til að draga úr áhyggjum stúdenta. Innlent 15. nóvember 2021 22:30
Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. Innlent 15. nóvember 2021 20:01
Fyrra smit ígildi einnar sprautu Þeir sem hafa fengið bæði tvo skammta bóluefnis og Covid-19 munu ekki fá örvunarskammt að svo stöddu. Þetta sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir í Reykjavík síðdegis. Innlent 15. nóvember 2021 17:50
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Innlent 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. Innlent 15. nóvember 2021 13:06
152 greindust innanlands 152 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 71 af þeim 152 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 49 prósent. 73 voru utan sóttkvíar, eða 51 prósent. 22 liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19 smits og fjölgar um fimm milli daga. Innlent 15. nóvember 2021 10:00
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Innlent 15. nóvember 2021 08:20
Bólusetningar hefjast aftur í Laugardalshöll í dag Bólusetningarátak hefst í Laugardalshöll í dag og mun fyrsti hluti átaksins standa í fjórar vikur, eða til 8. desember. Bólusett verður frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga og á meðan verður ekki bólusett á Suðurlandsbraut. Innlent 15. nóvember 2021 07:17
„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Innlent 14. nóvember 2021 23:00
Fækkar milli daga en tveir komnir í öndunarvél Í dag liggja sautján á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fækkað um tvo milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Enginn þurfti á öndunarvélastuðning að halda í gær. Innlent 14. nóvember 2021 17:28
Sömu frelsisskerðingar allra, vegna COVID, standast illa Um þessar mundir eru stjórnvöld enn einu sinni að skerða frelsi landsmanna og þjarma að ýmsum atvinnurekstri, þar sem þúsundir manna vinna, með atferlis- og samkomutakmörkunum fyrir alla. Skoðun 14. nóvember 2021 17:00
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. Erlent 14. nóvember 2021 14:44
„Þau ráða stemningunni rosalega mikið“ Framkvæmdastjóri viðburðasviðs hjá Senu segir áríðandi að heilbrigðirsáðherra og sóttvarnayfirvöld gefi það út að öruggt sé fyrir fólk að mæta á skipulagða viðburði. Hann segist skynja skrítna stemningur í samfélaginu sem sé til komin vegna orðræðu heilbrigðisyfirvalda. Innlent 14. nóvember 2021 13:09
Alls greindust 139 smitaðir í gær 139 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær, laugardag. Þar af greindust þrír á landamærunum. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir um helgi. Innlent 14. nóvember 2021 10:40
Mikið að gera hjá örvuðum sjúkraflutningamönnum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 118 sjúkraflutningum í gær og í nótt. Innlent 14. nóvember 2021 10:30
Snæhlébarðar deyja úr Covid Þrír snæhlébarðar létu lífið úr Covid-19 í dýragarðinum Lincoln Children’s Zoo í Nebraska í Bandaríkjunum á föstudaginn. Erlent 14. nóvember 2021 07:52
Fólk streymdi í hraðpróf í dag en 41 greindist smitaður Fólk streymdi í hraðpróf í dag vegna viðburða um helgina jafnvel þótt það hafi verið óþarfi þar sem hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. 135 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Innlent 13. nóvember 2021 18:31
Fjórir sjúklingar lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 Alls liggja nítján sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru þrír á gjörgæslu en enginn er í öndunarvél. Fjórtán eru nú á smitsjúkdómadeild og tveir á geðdeild eftir að einstaklingar greindust þar fyrr í vikunni. Innlent 13. nóvember 2021 17:25
Á byrjunarreit Eftir 20 mánuði af því að „hlusta á sérfræðingana“ erum við komin aftur á byrjunarreit. Ein illa rekin ríkisstofnun sem ræður ekki við verkefni sín kallar eftir víðtækum frelssisskerðingum sem hola samfélagið að innan og ráðherrarnir bregðast við kallinu. Skoðun 13. nóvember 2021 17:00
Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. Innlent 13. nóvember 2021 13:30
„Er til öruggari staður til að vera á?“ Tónlistarmenn telja að komið hafi verið til móts við viðburðahaldara með nýjum sóttvarnarreglum. Fimm hundruð mega koma saman á viðburðum, gegn framvísun neikvæðs hraðprófs. Lífið 13. nóvember 2021 12:51
Flestir viðbragðsaðilar hafa þegar fengið þriðja skammt Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag. Innlent 13. nóvember 2021 12:08
Hraðpróf óþörf um helgina Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Innlent 13. nóvember 2021 10:11
135 greindust smitaðir í gær Í gær greindust 135 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni, þar af voru einungis 57 í sóttkví við greiningu. Innlent 13. nóvember 2021 10:02
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. Innlent 12. nóvember 2021 22:21
Blendin viðbrögð við aðgerðum: Farsóttanefnd ánægð en veitingamenn á öðru máli Farsóttanefnd Landspítalans lýsir yfir ánægju með aðgerðir dagsins. Það sé mjög líklegt að þær leiði til þess að hægt verði að ná tökum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Viðburðahaldarar segjast verða fyrir tjóni en geta þó haldið jólatónleika. Innlent 12. nóvember 2021 21:55
Það þýðir ekki að horfa bara á fjölda innlagna Segjum að 16 sjúklingar þurfi innlögn á Landspítala vegna Covid – hvað þýðir það? Hvers vegna hafa háar smittölur svona mikil áhrif? Skoðun 12. nóvember 2021 21:01
Ráðherrar binda vonir við þriðju bólusetninguna og skora á alla að mæta Harðar sóttvarnaaðgerðir til næstu þriggja vikna taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra skorar á alla sem fá boðun að þiggja þriðju bólusetninguna en stefnt sé að því að bólusetja um helming fullorðins fólks fyrir áramót. Innlent 12. nóvember 2021 19:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent