Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins

Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári.  Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm greindust innanlands

Tuttugu og fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega þrjú hundruð manns eru nú í einangrun með Covid-19, tæplega fimmtíu færri en fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

73 nem­endur Öldu­sels­skóla í sótt­kví

73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Réttar­höld hafin í milljóna króna skaða­bóta­máli vegna Ischgl

Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið.

Erlent
Fréttamynd

Hljóðfæraleikarar hittust varla utan sviðsins um tíma

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði í dag í fyrsta sinn fyrir nær fullum Eldborgarsal í Hörpu síðan í mars 2020. Samkomutakmarkanir hafa haft mikil áhrif á starf hljómsveitarinnar á meðan á kórónuveirufaraldrinum hefur staðið.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr vilja til ferðalaga til Íslands

Dregið hefur úr áhuga á ferðalögum til Íslands eftir að allir farþegar voru skyldaðir í lok júlí til að framvísa neikvæðu PCR eða hraðprófi á brottfararstað, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Mest munar um Bandaríkjamenn í fjölgun farþega í sumar sem leið.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára drengurinn kominn af gjörgæslu

Tveggja ára drengur, sem lagður var inn á gjörgæslu vegna Covid, er á batavegi. Drengurinn er ekki með undirliggjandi sjúkdóm en fékk bakteríusýkingu ofan í Covid-sýkinguna. Barnalæknir segir málið eðlilega vekja óhug hjá foreldrum en börn séu þó ekki í meiri hættu en áður.

Innlent
Fréttamynd

37 greindust innan­lands

Alls greindust 37 með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst á einum degi síðan 8. september. Fjórtán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 23 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Af­koma hins opin­bera ekki verri síðan 2008

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 254 milljarða króna árið 2020, eða sem nemur 8,6 prósent af vergri landsframleiðslu ársins. Hefur hún ekki verið verri síðan 2008. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á tekjur og gjöld hins opinbera.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður

„Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna.

Atvinnulíf