Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Við­varanir komnar í gildi og orðið ó­fært sums staðar

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú.

Veður
Fréttamynd

Kosninga­vaktin: Sögu­legar kosningar að baki

Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.

Innlent
Fréttamynd

Mestu flokkaflakkararnir

Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn?

Innlent
Fréttamynd

„Án okkar verður ekki til miðjustjórn“

Sindri Sindrason leit við á hliðarheimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í vikunni og fékk sér morgunbolla með formanni Framsóknarflokksins. Ráðherra í dag, en það gæti breyst í kosningunum á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Tæp­lega helmingi líst vel á Sam­fylkingu og Við­reisn í ríkis­stjórn

Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Auðir og ó­gildir með kosningakaffi

Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Sam­tökin '78 kæra odd­vita Lýðræðisflokksins

Samtökin '78 hafa hafa lagt fram kæru gegn Eldi S. Kristinssyni, oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Meðal þess sem hann er kærður fyrir eru ásakanir um barnagirnd. Eldur segir um pólitískar ofsóknir að ræða en formaður Samtakanna '78 segir að svo sé ekki.

Innlent
Fréttamynd

Skynsemisstjórn í burðar­liðnum?

Kosningabaráttan er í algleymingi og taugar þandar til hins ýtrasta. Kannanir eru auðvitað kannanir, en líklegt virðist að Samfylking, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gætu endað nokkuð jöfn og stærst. Viðreisn yrði samkvæmt því í lykilstöðu við stjórnarmyndun og gæti valið að starfa til hægri, eða vinstri.

Innherji
Fréttamynd

„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjör­gögn“

Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur

Kjördagur Alþingiskosninga 2024 nálgast senn. Eftir rúmar fimm vikur af kosningabaráttu nálgast baráttan því hápunkt sinn, kosningakvöldið sjálft þar sem flokkarnir halda kosningavökur sínar. Kosningavökur eru þekkt fyrir að vera ein skemmtilegustu partýin, þó það fari auðvitað eftir því hvernig flokknum gengur.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert D-vítamín í kæstum há­karli

Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, heldur uppteknum hætti á Facebook og boðaðar nú hákarlaát og segir að í honum sé mikið D-vítamín. Því er hins vegar haldið fram, á móti, að svo sé hreint ekki.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri gular við­varanir á kjör­dag

Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag á morgun. Veðurspáin hefur aukið ásókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Austurlandi en nú hafa viðvaranir vegna hríðar á norðanverðu landinu bæst við.

Innlent
Fréttamynd

Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa at­kvæði

Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þátttakan hefur verið töluvert meiri á landsbyggðinni. Á Austurlandi greiddu helmingi fleiri atkvæði í morgun en á öðrum svæðum. Sýslumaður þar segir ljóst að slæm veðurspá á kjördag sé að hafa áhrif.

Innlent
Fréttamynd

Þessi mættu best og verst í þinginu

Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið.  

Innlent
Fréttamynd

„Ekki gera mér þetta“

Í Kappræðum sem sýndar voru á Stöð 2 í gærkvöldi voru formenn flokkana teknir í starfsviðtal en flest þeirra hafa raunar aldrei farið í starfsviðtal á ævinni.

Lífið
Fréttamynd

„Talandi um að skila ekki til sam­fé­lagsins“

„Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum milljarða út af skattsvikum, við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“

Innlent
Fréttamynd

Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni

Í nýrri kosningaspá Metils, sem tekur mið af nýjum fylgiskönnunum Maskínu og Prósent er Sjálfstæðisflokki spáð betra gengi en áður. Píratar næðu inn manni samkvæmt spánni, en ekki Vinstri græn eða Sósíalistaflokkur.

Innlent