Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2024 23:39 Bjarni var sáttur eftir fyrstu tölur. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttakona ræddi við Bjarna í beinni útsendingu í kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðissalnum á NASA. Einungis hafa birst tölur úr Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi þegar þetta er skrifað en miðað við þær tölur myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá þrettán þingmenn, en flokkurinn fékk sextán 2021. „Við erum að skynja að flokkurinn sé í mikilli sókn,“ segir Bjarni Benediktsson sem hló þegar Lillý spurði hann hvernig honum litist á að Samfylkingin yrði mögulega stærri en Sjálfstæðisflokkur. „Það er akkúrat málið að við getum ekkert fullyrt. Við trúum því að við eigum mikið inni í öllum kjördæmum, þetta er allt önnur staða en við vorum að tala um fyrir örfáum dögum eða vikum síðan,“ segir Bjarni. „Nú er komin upp allt önnur og bjartari staða. Við gleðjumst yfir því. Í þessum tölum sem ég er að horfa á sé ég hægri bylgju. Það er greinilegt að fylgið hefur ekki farið mikið til vinstri heldur frekar lekið frá vinstri miðað við baráttuna, spennandi að sjá hvaða þýðingu það hefur í för með sér.“ Þrettán þingmenn miðað við tölur núna, en voru sextán, það hljóta að vera vonbrigði? „Nei þú færð mig ekki til að segja að þessar tölur séu vonbrigði. Það er alveg útilokað. Við verðum að vera raunsæ. Síðast þegar kosið vorum við langstærsti flokkurinn og fréttamenn sögðu þá, er þetta ekki tap? Nú erum við í sókn, nóttin verður að svara þessu á endanum.“ Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort hann yrði ráðherra áfram. Margar óvissubreytur væri upp úr. Sjálfstæðisflokkur væri að fá sterkt umboð frá kjósendum. Þá svaraði Bjarni því ekki heldur hvort þetta væru hans síðustu kosningar.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Fleiri fréttir „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Sjá meira