Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Bar­dagi upp á líf og dauða

Strákarnir í GameTíví þurfa að berjast fyrir lífum sínum í kvöld. Það er að segja, fyrir lífum persóna þeirra í hryllingsleiknum The Outlast Trials.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Hryllingur og bullandi hasar

Þau mun reyna á taugar strákanna í GameTíví í kvöld. Síðan mun reyna á viðbrögðin. Í streymi kvöldsins ætla strákarnir að spila hryllingsleik í sýndarveruleika og seinna meir ætla þeir að reyna við fjölspilunarleikinn The Finals.

Leikjavísir
Fréttamynd

Indiana Jones kýlir aftur nas­ista í nýjum leik

Forsvarsmenn Microsoft og leikjafyrirtækja félagsins kynntu í gær þá leiki sem væntanlegir eru á árinu. Meðal annars var sýnd stikla úr nýjum leik um fornleifafræðinginn Indiana Jones og kafað var dýpra í aðra væntanlega leiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Krydd­pylsa GameTí­ví 2023

Strákarnir í GameTíví ætla að halda sína árlegu Kryddpylsu í kvöld. Þá verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í heimi tölvuleikjanna á síðasta ári og það sem gerðist í GameTíví.

Leikjavísir
Fréttamynd

Leikirnir sem beðið er eftir

Auk dauðans er tíminn eini fasti tilverunnar. Tíminn flæðir áfram eins og stórfljót og öll sitjum við föst í þungum straumum hans, þar til við sökkvum, eitt af öðru, og hverfum af þessu sviði sem alheimurinn er. Áður en maður veit af hafa árin svifið hjá og skilið lítið sem ekkert eftir sig, jú, nema tölvuleiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Unity segir upp 1800 manns

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snjall­síma­leikur Kim Kar­dashian lagður niður

Snjallsímaleikur raunveruleikaþáttastjörnunnar Kim Kardashian hefur verið fjarlægður úr smáforritaverslunum helstu snjallsíma. Tíu ár eru síðan leikurinn var gefinn út en Kardashian kveðst ætla að snúa sér að öðrum verkefnum í staðinn. 

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA 6 hakkarinn í ó­tíma­bundna öryggisvistun

Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. 

Erlent
Fréttamynd

Skoða glæ­nýjan Warzone

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja á nýja Warzone í sérstökum jólaþætti í kvöld. Warzone var uppfærður í dag og fá spilarar nú að skjóta hvorn annan í nýju borði.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fyrsta stikla GTA 6 lítur loks dagsins ljós

Starfsmenn Rockstar Games hafa loks birt fyrstu stiklu næsta leiks í Grand Theft Auto seríunni vinsælu. Til stóð að birta hann á morgun en honum var lekið á netið svo starfsmenn fyrirtækisins birtu hann í kvöld.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Barist um brotajárnið í Lethal Company

Strákarnir í GameTíví þurfa að taka á því til að ná kvótanum í Lethal Company í kvöld. Sá leikur hefur notið mikilli vinsælda að undanförnu en hann gengur út á að fjórir spilarar þurfa að safna brotajárni og öðru á mjög svo hættulegum plánetum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Dælan í fullum gangi

Strákarnir í Dælunni ætla að verja kvöldinu í Fortnite, þar sem þeir munu skjóta mann og annan og berjast fyrir sigri. 

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA-leikari „svattaður“ í beinni

Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Gunni og Steindi spila MW3

Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Gunnar Nelson og Steindi, eða Steinþór Hróar Steinþórsson, sem munu spila nýjasta Call of Duty leikinn.

Leikjavísir