Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Liverpool tekur á móti Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld og það munu örugglega fáir stuðningsmenn Liverpool missa af þessum leik. Fótbolti 5. nóvember 2024 09:32
Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica. Fótbolti 5. nóvember 2024 09:00
Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er enn fúll yfir tapinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018 og þá sérstaklega út í einn mann. Enski boltinn 1. nóvember 2024 09:31
Settu dómara í bann fyrir að stela umferðarskilti Tveir pólskir dómarar hafa verið settir í bann af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að stela umferðarskilti. Fótbolti 27. október 2024 11:00
Sjáðu ótrúlega markið hans Haaland og þrennuna hans Raphinha Manchester City og Barcelona voru bæði í miklu stuði í Meistaradeildinni í fótbolta á miðvikudagskvöldið þar sem City vann 5-0 sigur á Sparta Prag og Barcelona vann 4-1 sigur á Bayern München. Fótbolti 25. október 2024 00:20
Hrósaði Núnez fyrir að stela markinu af Salah Rio Ferdinand hrósaði Darwin Núnez, framherja Liverpool, fyrir að „stela“ marki af Mohamed Salah í 0-1 sigrinum á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 24. október 2024 09:31
Lið Hákonar með frábæran útisigur á Atletico Madrid Lille, lið íslenska landsliðsmannsins Hákons Arnar Haraldssonar, vann í kvöld frábæran útisigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta. Það var nóg af útisigrum í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 23. október 2024 21:27
Raphinha með þrennu og Börsungar fóru illa með Bayern Hansi Flick stýrði Barcelona til sigurs á móti sínum gamla félagi í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Bayern München í Meistaradeildinni í fótbolta. Fótbolti 23. október 2024 21:00
Liverpool með fullt hús í Meistaradeildinni Liverpool heldur áfram góðri byrjun sinni í Meistaradeildinni undir stjórn Arne Slot. Liðið vann 1-0 útisigur á þýska liðinu RB Leipzig í kvöld. Fótbolti 23. október 2024 20:55
Haaland með stórbrotið mark í laufléttum sigri City manna Manchester City átti ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 5-0 sigur á Spörtu Prag í Meistaradeildinni. Fótbolti 23. október 2024 20:50
Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Enski boltinn 23. október 2024 17:31
„Það er sprengjuviðvörun nánast á hverju kvöldi“ „Ég er staddur í Kyiv. Ástandið hér er spennuþrungið, það eru eldflaugaárásir frá Rússlandi á hverjum degi. Það er andlega erfitt að takast á við það. Ég á margar svefnlausar nætur,“ segir Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar Donetsk. Hann veitir innsýn í erfiðar aðstæður sem leikmenn og starfsfólk félagsins þarf að glíma við. Fótbolti 23. október 2024 15:00
Brjálaðist er hann var tekinn út af strax eftir að hafa skorað Jhon Durán, framherji Aston Villa, er vanur að koma af bekknum og láta til sín taka. Gegn Bologna var hann hins vegar í byrjunarliði Villa og skoraði en varð æfur er hann var tekinn af velli. Fótbolti 23. október 2024 11:01
Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Fótbolti 23. október 2024 07:13
Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Fótbolti 22. október 2024 21:46
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. Fótbolti 22. október 2024 21:20
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. Fótbolti 22. október 2024 19:16
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. Fótbolti 22. október 2024 18:31
Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Fótbolti 4. október 2024 12:32
Sjáðu glæsimark Duráns, dramatíkina í Leipzig og allt úr Meistaradeildinni Meistaradeild Evrópu sveik ekki frekar en fyrri daginn þegar annarri umferð deildarkeppninnar lauk í gær. Öll mörk gærdagsins má sjá í fréttinni. Fótbolti 3. október 2024 11:31
Henry hélt að Saka yrði ekki það góður Bukayo Saka er lykilmaður hjá Arsenal og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Og hann hefur náð mun lengra en Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, hélt að hann myndi ná. Enski boltinn 3. október 2024 08:01
Óvænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. Fótbolti 2. október 2024 21:28
Salah setti met í sigri Liverpool Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai. Fótbolti 2. október 2024 21:00
Ofurvaramaðurinn með ótrúlegt mark til að tryggja Aston Villa sigur Aston Villa vann 1-0 sigur gegn Bayern Munchen í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Markið skoraði varamaðurinn Jhon Durán með glæsiskoti rétt fyrir framan miðju. Fótbolti 2. október 2024 21:00
Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Fótbolti 2. október 2024 18:47
„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. Enski boltinn 2. október 2024 16:45
Dæmdi ekki í Meistaradeildinni eftir að hafa hótað að drepa leikmann Ítalski dómarinn Fabio Maresca var ekki fjórði dómari í leik í Meistaradeild Evrópu í gær þar sem hann hótaði leikmanni lífláti. Fótbolti 2. október 2024 14:02
Sjáðu markaflóðið úr Meistaradeildinni Alls voru 32 mörk skoruð í leikjunum níu í Meistaradeild Evrópu í gær. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Fótbolti 2. október 2024 11:31
Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain. Fótbolti 2. október 2024 10:01
Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. Fótbolti 1. október 2024 21:30