Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Stundum þarf enga bé­vítans heimild“

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid veittu verðlaun í flokknum Heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Guðni notaði tækifærið og impraði á mikilvægi þess að geta heimilda og að hafa eitthvað fyrir sér. Eliza sagði hann yfirleitt skemmtilegri en þetta á laugardagskvöldum. 

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fegurðin og gleðin í mynd­listinni

Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu blómstrar nú sem aldrei fyrr því félagsmönnum fjölgar og fjölgar og myndlistarsýningum í takt við það. Nýjasta sýningin, sem heitir "Gróskan” hefur verið opnuð í blómabænum Hveragerði.

Lífið
Fréttamynd

Á ferð með mömmu hlaut níu Eddur

Kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut alls níu Eddur þegar á verðlaunafhending á vegum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían fór fram við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Myndin hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn, handrit, leikara og leikkonu í aðalhlutverki, auk þess að hreppa eftirsótta titilinn kvikmynd ársins.

Menning
Fréttamynd

„Við eigum ekki hvor aðra heldur veljum við hvor aðra“

Eva Jenný Þorsteinsdóttir myndlistakona og Elísabet Blöndal ljósmyndari kynntust árið 2012 en leiðir þeirra lágu þó ekki saman fyrr en um tveimur árum síðar. Síðan þá hafa þær trúlofað sig, gengið í hjónaband og eignast saman tvö börn, þau Árna Styrmi og Kolfinnu.

Makamál
Fréttamynd

„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“

„Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Nýr söng­leikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kol­féll fyrir henni“

Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag.

Lífið
Fréttamynd

Að­sóknar­met slegið í Lista­há­skólanum

Tvöfalt fleiri fleiri sóttu um nám í Listaháskóla Íslands í ár heldur en í fyrra. Skammt er síðan tilkynnt var að skólagjöld yrðu felld niður frá og með haustönn ársins 2024. Rektor hefur ekki áhyggjur af auknu brottfalli nemenda og fagnar aukinni aðsókn. Hún býst við enn frekari aðsókn á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlar aldrei að setjast í helgan stein

Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi.

Menning
Fréttamynd

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

For­setinn í alls konar stellingum á Nesinu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur kátt á Klambra

Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Lést korn­ungur og ótryggður frá fjöl­skyldunni

Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 

Lífið
Fréttamynd

Katrín Jakobs­dóttir sýndi töfra­bragð

„Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.

Lífið
Fréttamynd

OJ Simpson er látinn

OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum.

Erlent
Fréttamynd

Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME.

Lífið
Fréttamynd

Upp­selt á auga­bragði og bætt við tón­leikum

Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“

„Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

„Rödd ársins“ kemur úr Borgar­nesi

Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Lífið