Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Myrkur veru­leiki ópíóðafaraldurs í Reykja­vík sögu­svið nýrrar bókar

„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið
Fréttamynd

Leikari úr Línu lang­sokk látinn

Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent
Fréttamynd

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“

Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir

Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Lífið
Fréttamynd

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Fullur salur af lög­­mönnum á hár­beittum ein­­leik

„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 

Lífið
Fréttamynd

Snoop Dogg hættur að reykja

Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Frið­rik Dór söng sín fal­legustu lög

Friðrik Dór var þriðji söngvarinn sem steig á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu 4 fimmtudagskvöld klukkan 20:00. 

Tónlist
Fréttamynd

Gagn­rýni: Svo lengi sem við lifum

Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi.

Skoðun
Fréttamynd

Of­bauð að Clinton fengi sviðið og af­boðaði komu sína

Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­lista­maður = jóla­skraut

Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heim­sóknar Clinton

Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Menning
Fréttamynd

Bein út­sending - Höfundar lesa í Hannesarholti

Í kvöld klukkan átta fer fram Bókakonfekt Forlagsins í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Þar troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Lífið samstarf