Skærasta stjarna landsins á lausu Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan. Lífið 25. ágúst 2023 11:58
„Þetta lag fjallar um kynlíf“ Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lífið 25. ágúst 2023 08:41
Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 23:22
Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2023 16:57
Valdi að verða sextug í stað þess að flytja til Eþíópíu Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnadrottning og margfaldur metsöluhöfundur, fagnar sextugsafmæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stórafmælið með pompi og prakt í febrúar að jólabókaflóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, samnefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvikmyndahús í næstu viku. Lífið 24. ágúst 2023 16:50
„Mikilvægt að myndlist geti líka verið ógeðsleg“ „Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. Menning 24. ágúst 2023 11:30
Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár „Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar. Lífið 24. ágúst 2023 08:00
Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. Tónlist 24. ágúst 2023 07:01
Borko og Birna selja Kleppsveginn Tónlistarmaðurinn Björn Kristjánsson, betur þekktur sem Borko, og Birna Hjaltadóttir, kona hans, hafa sett íbúð sína og á Kleppsveginum í Reykjavík á sölu. Lífið 24. ágúst 2023 07:01
Tónlistarveisla í boði Félags tónskálda og textahöfunda Félag tónskálda og textahöfunda fagnaði fjörutíu ár afmæli sínum um helgina. Af því tilefni komu bransamenn og -konur saman og glöddust í Gamla bíói. Ljósmyndari Vísis mætti að sjálfsögðu á staðinn og myndaði stemninguna. Lífið 23. ágúst 2023 17:01
„Margir halda að þetta sé Eyes guys út af augunum í Rúrik“ „Ég er fyrrverandi knattspyrnumaður og mig langaði að upplifa liðsheild, maður þurfti kannski faðm til að leita í,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og guðfaðir strákabandsins IceGuys, eins og hann orðar það. Lífið 23. ágúst 2023 15:56
FM Belfast tryllti lýðinn á svölum Halla og Möggu Haraldur Þorleifsson og Margrét Rut Eddudóttir héldu Menningarnæturboð síðastliðið laugardagskvöld og fögnuðu um leið brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin eru búsett í glæsilegri þakíbúð í miðborginni þar sem gestir fengu stórbrotið útsýni þegar flugeldasýningin fór í gang. Lífið 23. ágúst 2023 13:00
Fjölbreytt leikár í Þjóðleikhúsinu og ný byltingarkennd áskriftarleið Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor. Lífið samstarf 23. ágúst 2023 13:00
Draumafríið á Íslandi breyttist í martröð Jacqueline Bussie guðfræðingur stendur fyrir áhugaverðum fyrirlestri í Áslandskirkju í kvöld, þriðjudaginn 22. ágúst. Þar fjallar hún um sálgæslu en hún varð fyrir þeirri hræðilegu reynslu að missa eiginmann sinn í göngu um Sólheimajökul. Lífið 22. ágúst 2023 16:49
Þrír Íslendingar í hópi tuttugu efnilegustu undir þrítugu í tónlistariðnaðinum Þrír Íslendingar fengu í gær viðurkenningu fyrir að tilheyra efstu tuttugu einstaklingunum undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Útflutningsskrifstofur Norðurlandanna, NOMEX, birtu listann og segir í tilkynningu frá ÚTON að um sé að ræða sjötta stærsta tónlistarmarkað í heimi. Tónlist 22. ágúst 2023 15:00
„Eins mikið og ég elska þessar stelpur gæti ég ekki viku í viðbót“ Fyrsta stiklan af annarri þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefur verið birt. Þar má sjá vinkonurnar og áhrifavaldana Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu ferðast, skála, gráta, hlægja og allt þar á milli. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 13:59
Á ferð með mömmu tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Á ferð með mömmu sem kom út í fyrra í leikstjórn Hilmars Oddssonar hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2023. Bíó og sjónvarp 22. ágúst 2023 11:24
„Við erum ekkert stödd á voðalega góðum stað“ Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý, er á leiðinni í loftið með þættina Gerum betur á Stöð 2 þar sem venjulegu fólki er kennt hvernig á að komast í form á heilbrigðan hátt. Lífið 22. ágúst 2023 10:31
Matti í Hatara og Brynhildur Karls giftu sig í íslenskri sveitasælu Listræna parið Matthías Haraldsson og Brynhildur Karlsdóttir giftu sig um helgina með pomp og prakt í íslenskri sveitasælu, umkringd sínu nánasta fólki. Faðir Brynhildar, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, gaf þau saman með táknrænum en ólögformlegum hætti. Lífið 21. ágúst 2023 11:18
Painkiller: Netflix-níðvísa um Oxy Netflix hóf nýverið sýningar á þáttaröðinni Painkiller, sem byggð er á sögum í kringum ópíóðafaraldurinn sem dunið hefur á Bandaríkjunum. Meginfókusinn er á Oxycontin-lyfið, framleiðendur, neytendur og svo fólk sem reyndi að láta lyfjafyrirtækið Purdue Pharma svara fyrir starfshætti sína. Lífið 20. ágúst 2023 09:48
„Af því verður maður ríkastur“ Þýskur listmálari og íslenskur æðarbóndi sem skilja ekki tungumál hvors annars láta það ekki setja stein í götu vinskaparins. Síðan þeir kynntust hefur æðarbóndinn orðið að aðalgagnrýnanda listmálarans sem lætur nú ekkert frá sér nema bóndinn sé búinn að sjá það. Lífið 20. ágúst 2023 09:00
Nylon saman á ný Tæp tuttugu ár eru síðan stúlknasveitin Nylon steig fyrst á svið. Eftir að hafa slegið í gegn á Íslandi starfaði sveitin í Bretlandi en eftir að ein söngkonan hætti fluttust hinar þrjár til Los Angeles þar sem þær komu fram allt til ársins 2015. Í fyrsta sinn síðan árið 2007 steig hinn upprunalegi Nylon hópur á svið á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Þar fluttu þær lagið Einu sinni enn, sem nú er hægt er að nálgast á Spotify. Lífið 20. ágúst 2023 08:13
Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. Menning 19. ágúst 2023 21:00
Íslensku lögin í meirihluta Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína. Tónlist 19. ágúst 2023 17:01
„Við höfum áhyggjur af krökkunum“ Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. Innlent 18. ágúst 2023 16:45
Unnur fagnar tískuslysum fortíðarinnar Leik og söngkonan Unnur Eggertsdóttir birti skemmtilega færslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún talar um að sýna sjálfri sér mildi og fagna tískuslysum fortíðarinnar. Tilefnið er lagið hennar, Stolin augnablik sem er nú aðgengilegt á Spotify. Lífið 18. ágúst 2023 13:36
Samstilltir strengir innan samfélagsins - Mikilvægi tónlistarnáms í gegnum kynslóðir og þvert á aldur Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning. Skoðun 18. ágúst 2023 10:31
Flytja Nasasjón af óperu á gamla Nasa: „Ópera á ekki að vera elítusport” Sviðslistahópurinn Óður stendur fyrir tónleikunum Nasasjón af óperu sem haldnir verða við Austurvöll í húsi Iceland Parliament Hotel. Tónleikarnir fara fram á menningarnótt og er aðgangur ókeypis. Lífið 17. ágúst 2023 20:00
Báðust afsökunar á að hafa dregið rússneskan aðdáanda á svið Bandaríska hljómsveitin The Killers hefur beðið aðdáendur sína afsökunar eftir að sveitin dró rússneskan aðdáenda á svið á tónleikum sínum í Georgíu við Svartahaf síðastliðinn þriðjudag. Lífið 17. ágúst 2023 16:41
Leiðir draugagöngu um miðborgina Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál og í gegnum tíðina hafa sögur af draugum verið tengdar við flestar af þekktustu byggingum Reykjavíkur. Í kvöld mun Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur og sagnakona, fara fyrir draugagöngu um miðborg Reykjavíkur. Rölt verður um miðbæinn og stoppað við hin ýmsu hús og staði þar sem sagt að séu draugar eða hafi verið draugar. Lífið 17. ágúst 2023 14:11