Toppliðið fær meistarana í heimsókn og Lengjudeildarlið fer áfram Að minnsta kosti eitt lið úr næstefstu deild verður með í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta en það varð ljóst þegar dregið var í 16-liða úrslit í dag. Einn stórleikur er á dagskrá. Íslenski boltinn 8. maí 2023 12:45
Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Fótbolti 7. maí 2023 22:30
Sögulegur leikur í Njarðvík Kvennalið Njarðvíkur mætir Grindavík í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í dag, laugardag. Um er að ræða sögulegan leik þar sem þetta er fyrsti meistaraflokksleikur Njarðvíkurliðsins. Íslenski boltinn 29. apríl 2023 10:00
Fjögurra mínútna þrenna er Haukar völtuðu yfir KH Fimm leikir fóru fram í Mjölkurbikar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Haukar unnu öruggan 5-1 sigur gegn KH og þær Birgitta Hallgrímsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoruðu þrennur fyrir sín lið er Grótta vann góðan sigur gegn ÍA og Fylkir lagði ÍH. Fótbolti 27. apríl 2023 22:51
Aðeins ein uppalin í byrjunarliðunum í úrslitaleiknum Turnarnir tveir í knattspyrnu kvenna á Íslandi, Valur og Breiðablik, mættust í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á laugardag. Af þeim 22 leikmönnum sem hófu leikinn var aðeins einn að spila úrslitaleik fyrir sitt uppeldisfélag. Íslenski boltinn 29. ágúst 2022 14:30
„Erum hungraðar í að bæta Íslandsmeistaratitlinum við“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var himinlifandi með sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Breiðabliki. Sport 27. ágúst 2022 19:20
„Mörk Vals komu eftir okkar mistök“ Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar svekktur með tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val. Fótbolti 27. ágúst 2022 19:09
„Stórkostlegt fyrir félagið að verða bikarmeistari eftir ellefu ára bið“ Valur vann Breiðablik 1-2 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta er fjórtándi bikarmeistaratitill Vals og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, afar ánægður með sigurinn. Sport 27. ágúst 2022 18:50
„Ræddum það í hálfleik að við ætluðum að girða okkur í brók“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir 1-2 sigur á Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Sport 27. ágúst 2022 18:41
„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. Fótbolti 27. ágúst 2022 12:00
„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. Fótbolti 27. ágúst 2022 10:16
„Held að pressan sé álíka mikil á báðum liðum“ „Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag. Íslenski boltinn 26. ágúst 2022 12:01
„Nú er komið að okkur“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár. Íslenski boltinn 26. ágúst 2022 10:00
Agla María frá út tímabilið? Agla María Albertsdóttir varð fyrir meiðslum í 3-0 sigri liðsins á tékkneska liðinu Slovacko í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sunnudag. Vel má vera að tímabili hennar sé lokið. Íslenski boltinn 25. ágúst 2022 13:30
Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Íslenski boltinn 20. ágúst 2022 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:52
„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. Íslenski boltinn 13. ágúst 2022 16:23
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 12. ágúst 2022 22:20
Ásdís Karen: Pétur sagði að þreyta væri bara í hausnum á okkur Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-3 sigur á Stjörnunni. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, var afar ánægð með fyrri hálfleik liðsins. Sport 12. ágúst 2022 22:02
Stórleikur í Víkinni og Kópavogsslagur í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 30. júní 2022 12:20
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Þróttur R. 3-1 | Bikarmeistararnir seinasta liðið í undanúrslit Breiðablik er komið áfram í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu eftir að liðið hafði betur gegn Þrótti í átta liða úrslitunum 3-1. Íslenski boltinn 10. júní 2022 22:47
Öruggur sigur skaut Valskonum í undanúrslit Valur er á leið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir öruggan 3-0 sigur gegn KR í kvöld. Fótbolti 10. júní 2022 21:11
Brennu-þrenna er Selfyssingar komust í undanúrslit Selfyssingar eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir4-1 sigur gegn Þór/KA á Jáverk-vellinum á Selfossi í kvöld. Brenna Lovera skoraði þrennu fyrir heimakonur. Fótbolti 10. júní 2022 19:56
Stjarnan fyrsta liðið í undanúrslit Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum MJólkurbikars kvenna er liðið vann öruggan 1-4 útisigur gegn ÍBV. Fótbolti 10. júní 2022 19:20
Sömu lið og mættust í úrslitum í fyrra Liðin sem mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fyrra eigast við í átta liða úrslitum keppninnar í ár. Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna og sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag. Íslenski boltinn 30. maí 2022 12:34
Valskonur unnu örugglega og Selfyssingar snéru taflinu við Öllum fimm leikjum dagsins í Mjólkurbikar kvenna er nú lokið, en seinustu tveim lauk nú rétt í þessu. Valskonur gerðu góða ferð norður og unnu 1-4 sigur gegn Tindastól og Selfyssingar unnu 3-1 sigur gegn Aftureldingu eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Fótbolti 28. maí 2022 19:25
KR og Þór/KA með stórsigra | Stjarnan marði FH Þremur leikjum af fimm í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta er nú lokið. KR vann 6-0 stórsigur á Akranesi, Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum og Stjarnan vann nauman 1-0 útisigur á FH. Fótbolti 28. maí 2022 16:30
Þróttur fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Þróttur R. varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Lengjudeildarliði Víkings R. í Reykjavíkurslag í kvöld. Íslenski boltinn 27. maí 2022 20:27
Höddi Magg til liðs við RÚV Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. Lífið 25. maí 2022 16:03
Haukar og FH í 16-liða úrslit eftir stórsigra Haukar og FH tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna með sitthvorum stórsigrinum í kvöld. Fótbolti 17. maí 2022 21:46
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti